Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 51 2.6.6 UMBREYTANDI NÁLGUN – BREYTUM KERFINU „Námið breytir skilningi okkar á möguleikum mannkyns í framtíðinni. Við veltum fyrir okkur eigin gildum og viðhorfum og skoðum á gagnrýninn hátt hvað það er sem hefur komið okkur í þessa stöðu og finnum nýjar leiðir sem leiða til sjálfbærrar þróunar.“ Við vitum í dag að það er ekki nóg að auka umhverfisvitund, t.d. með hjálp umhverfismenntar, til þess að breyta hegðun. Til að breyta hegðun þurfa einnig að vera til staðar áhrifamiklir valkostir til aðgerða þannig að það er samfélagið sem þarf að breytast og aðlagast nútíma áskorunum. Með menntun til sjálfbærni á m.a. að hafa áhrif á gildismat, hugsunarhátt og lífsstíl einstaklinga. Í dag vitum við líka að það er ekki lausn að horfa eingöngu á einstaklingsábyrgðina og breytingar á lífsstíl. Umfang þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir er ekki í samræmi við og í réttu hlutfalli við þá aðgerðamögu- leika sem eru í boði fyrir einstaklinga. Þess vegna er umbreytandi nám (transformative learning) og ögrandi eða umbyltandi nám (transgressive learning) grundvallaratriði í menntun til sjálfbærni. Slíkt nám inniheldur m.a. að ræða og opna augun fyrir möguleikum og valkostum til þess að breyta kerfum og skilyrðum fyrir stórar breytingar og taka þátt í ferlum á stjórnmálalegum grunni. Í umbreytandi námi þarf að svara spurningum um kerfislægar orsakir á félags- legu óréttlæti og ofnýtingu náttúruauðlinda með menntun sem leiðir nemendur að árangursríkum möguleikum til aðgerða. Það snýst um að geta lært hvernig hægt er að þróa og prófa nýjar leiðir til að lifa saman með gagnkvæmri virðingu og við félagslegt réttlæti innan vistfræðilegra marka og hvernig á að gera kröfur um stjórnmálaleg skilyrði fyrir því. Í umbreytandi námi þarf að svara spurningum um kerfislægar orsakir á félagslegu óréttlæti og ofnýtingu náttúruauðlinda með menntun sem leiðir nemendur að árangursríkum möguleikum til aðgerða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=