Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 69 3.4.1 NOKKUR GRUNDVALLARATRIÐI Þema og innihald í menntun til sjálfbærni eiga að fjalla um allar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar, þ.e. náttúru, samfélagsmál og hagkerfi og tengja þau saman á þverfaglegan og heildstæðan hátt. Skoða þarf orsaka- og afleiðingarsambönd auk áhrifaþátta. Hægt er að hafa mismunandi útgangspunkta út frá einni af þessum þremur stoðum og leggja síðan mismunandi áherslur. Á mynd 8 má sjá mörg málefni sem tilheyra menntun til sjálfbærni og tengjast annaðhvort einni, tveimur eða öllum þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Öll heimsmarkmiðin eru órjúfanlegur hluti af menntun til sjálfbærni auk getu til aðgerða með öllu sem tilheyrir því eins og sjá má á myndinni. Mynd 8: Málefni menntunar til sjálfbærni. (Guðrún Schmidt) HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=