Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 113 4.5 VISTSPOR, KOLEFNISSPOR OG HANDAFAR Með vistspori er hægt að meðtaka á raunsæjan hátt hversu mikið við mannkynið göngum á náttúruna, ofnýtum og mengum auðlindir hennar. Niðurstöður á útreikningum vistspors sýna að stefnubreyting sérstaklega í vestrænum samfélögum er nauðsynleg. Vistspor er aðferð til að mæla hve mikið maðurinn hefur gengið á auðlindir Jarðar, s.s. hversu hratt og mikið við nýtum náttúrulegar auðlindir Jarðar og búum til úrgang borið saman við það hversu hratt og mikið náttúran getur endurnýjað sínar auðlindir og tekið við úrganginum. Vistspor er mælt í jarðhekturum og segir til um það haf- og landsvæði sem hver einstaklingur, hópur eða þjóð þarf til að standa undir lifnaðarháttum sínum og neyslu. Þá er átt við hversu stórt svæði þarf til að afla þeirra hráefna sem viðkomandi notar og til að farga eða endurvinna þann úrgang sem myndast. Allt sem er keypt og/eða notað, hráefnið og pláss sem þarf til að framleiða það, flutningur, rusl sem verður til við framleiðslu, allur úrgangur og mengun við framleiðslu og förgun - ekkert verður til úr engu og verður að engu, allt er komið á einhvern hátt frá náttúrunni og hún þarf svo líka að taka aftur við öllu sem kemur frá fólki. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið. Mynd 18. Heimild Vistspor er aðferð til að mæla hve mikið maðurinn hefur gengið á auðlindir Jarðar, s.s. hversu hratt og mikið við nýtum náttúrulegar auðlindir Jarðar og búum til úrgang borið saman við það hversu hratt og mikið náttúran getur endurnýjað sínar auðlindir og tekið við úrganginum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=