Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 23 2.3 ALÞJÓÐLEG TILMÆLI OG TENGINGIN VIÐ HEIMSMARKMIÐIN Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa hvatt þjóðir heims til að flétta menntun til sjálfbærni inn í námskrá mennta- stofnana. Árin 2005 til 2014 voru tilgreind sem „Áratugur menntunar til sjálfbærni“ hjá SÞ og hefur mikil þróun átt sér stað í þessum málum. Vinnan hefur síðan haldið áfram m.a. í gegnum heimsdagskrá í menntun til sjálfbærni á vegum SÞ á árunum 2015 til 2019. Eftir það fylgir nýr rammi vinnunni áfram sem nefnist menntun til sjálfbærni fyrir 2030 (Education for Sustainable Development for 2030). Það er UNESCO (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) sem heldur utan um og stjórnar þróuninni við menntun til sjálfbærni á alþjóðlegum vettvangi. Horft er á menntun sem grundvallarforsendu til þess að stuðla að heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun þannig að menntakerfið gegnir alþjóðlega viður- kenndu lykilhlutverki til þess að stuðla að umbreytingu samfélaga í átt að sjálfbærri þróun. Í fjórða markmiði heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun er menntun til sjálfbærni tiltekin á mjög skýran hátt, sérstaklega í undirmarkmiði 4.7.: „Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.” (Vefur um Heimsmarkmiðin)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=