Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 141 SAMANTEKT Við mannfólkið, eins og allar lífverur, erum að miklum hluta kolefni sem er helsta byggingarefni flestra lífvera. Kolefni er í sífelldri og flókinni hringrás á Jörðinni og nú hefur mannkynið raskað þessu samspili. Sérstaklega með því að taka upp jarðefnaeldsneyti úr jörðu og brenna það en einnig með því að raska og menga vistkerfi. Þannig hefur mannfólkið haft gífurleg áhrif á kolefnishringrásina með afdrifaríkum afleiðingum. Gróðurhúsaáhrifin eru náttúrulegt ferli þar sem gróðurhúsalofttegundir í andrúmslofti endursenda varmageislun til Jarðarinnar. En með því að auka magn gróðurhúsalofttegunda verður styrkur þeirrar í andrúmslofti meiri sem þýðir að þær endursenda meiri varmageislun til Jarðar þannig að hitastigið eykst. 5.3 AUKNING GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA OG AFLEIÐINGAR ÞESS Í dag er enginn vafi um það að mannkynið veldur loftslagshamförum. Frá iðnbyltingu hefur mannkynið notað í síauknum mæli jarðefnaeldsneyti sem losa mikið af koltvíoxíð út í andrúmsloftið. Auk þess hefur maðurinn ofnýtt og raskað náttúrulegum auðlindum Jarðar með þeim afleiðingum að minna er um plöntur og jarðveg sem geta bundið koltvíoxíð, heldur er þvert á móti verið að losa kolefni úr röskuðum vistkerfum. Rannsóknir á jökulís hafa m.a. gefið góða mynd af styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu síðustu 800.000 ár (sjá mynd 27). Áður en mannkynið fór að brenna jarðefnaeldsneytið hefur styrkur koltvíoxíðs ekki farið yfir 300 ppm (parts per milljón – milljónasti hluti). En eftir að jarðefnaeldsneytisbrennsla hófst hefur styrkurinn aukist með ógnarhraða og er kominn upp í 418 ppm vorið 2022 að heimsmeðaltali.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=