Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 148 um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD). Markmið samningsins er að vernda líffræðilega fjölbreytni/lífbreytileika, stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda og sanngjörnum aðgangi og skiptingu hagnaðar af nýtingu erfðaauðlinda. Svo er það samningur Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD) og samningur um vernd votlendissvæða, Ramsarsamningurinn. Áratugurinn 2021 til 2030 er svo tileinkaður endurheimt vistkerfa á vegum Sameinuðu þjóðanna og þar með fær það málefni aukið vægi. SAMANTEKT Fyrsti alþjóðlegi samningurinn um aðgerðir í loftslagsmálum var gerður árið 1992. Í Parísarsamningnum frá 2015 sem er í gildi í dag eru markmið ríkja heims að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun vel innan við 2 °C, helst innan við 1,5 °C, miðað við meðalhita við upphaf iðnbyltingar. Eins og önnur lönd hafa íslensk stjórnvöld búið til aðgerðaáætlun til að ná markmiðum Parísarsamkomulags og að auki markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. Það þurfa allir að leggjast á eitt til þess að vinna að þessum aðgerðum og ná markmiðinu. Margir aðrir alþjóðlegir samningar eru til sem snerta loftslagsmálin, lífbreytileika og sjálfbæra þróun. Þrátt fyrir að fjölmargar vísindaskýrslur og -álit hafi á síðustu áratugum sýnt fram á dökka framtíðarspá hefur losunin hingað til bara aukist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=