Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 66 breytingar. Með því að upplýsa og fræða aðra er verið að hafa áhrif víða í skóla og nærsamfélagi. Grænfánaverkefnið eflir getu nemenda og starfsfólks til aðgerða. Bæði grunnþættir aðalnámskrár og heimsmarkmið SÞ eru tengd við alla þætti Grænfánaverkefnis. Skólar sem taka þátt í Grænfánaverkefninu velja sér á hverju tímabili ákveðin þemu til að vinna með. Velja má milli fjölda af þemum eins og hnattrænt réttlæti, lýðheilsa, orka, vatn, átthagar og landslag, neysla og hringrásarhag- kerfið, vistheimt, náttúruvernd, lífbreytileiki, loftslagsbreytingar. Einnig geta skólarnir komið með eigin hugmynd af þema. Síðan stíga skólarnir sjö skref til þess að vinna að menntun til sjálfbærni. Skrefin eru: 1. Umhverfisnefnd, 2. Mat á stöðu umhverfismála, 3. Aðgerðaráætlun og markmið, 4. Eftirlit og endurmat, 5. Námsefni og námskrá, 6. Að upplýsa og fá aðra með, og 7. Umhverfissáttmáli. Samhliða því að sinna Grænfánaskólunum á vegferð sinni hefur menntateymi Landverndar verið ötult við að búa til og þróa námsefni og verkefnakistu sem er aðgengileg hér. Þar er hægt að nálgast námsbækur á rafrænu formi, fjölmörg og vel flokkuð verkefni auk ýmissa greina sem hægt er að nýta í kennslu. Grænfánaverkefnið hefur þróast á sama hátt og umhverfis- og sjálfbærnimálin hafa þróast víða um heiminn, þ.e. frá áherslum á umhverfismennt yfir í menntun til sjálfbærni með heimsmarkmið SÞ að leiðarljósi. Þetta er því tilvalin leið fyrir skóla til þess að vinna eftir tilmælum aðalnámskrár, menntunar til sjálfbærni og með heimsmarkmiðum SÞ. Í bókinni Á grænni grein eftir Katrínu Magnúsdóttur sem og á vefsíðu verkefnisins er hægt að finna allar upplýsingar um verkefnið, fræðslu um málefnin og dæmi um verkefni í skólum. Grænfáninn hefur einnig verið þróaður sem áfangi fyrir framhaldsskólanemendur. Hér má hlusta eða lesa um áhugaverða og hvetjandi reynslu nemanda sem hefur alist upp í Grænfánaskóla. Grænfáninn er því tilvalin leið fyrir skóla til þess að vinna eftir tilmælum aðalnámskrár, menntunar til sjálfbærni og með heimsmarkmiðum SÞ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=