Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 122 Með því að leggja náttúruna undir til að mæta sínum þörfum, taka einstaka þætti úr samhengi vistkerfa og passa ekki upp á hringrásarlögmálið er mannkynið að minnka lífbreytileikann, ganga á náttúruna og taka hana úr jafnvægi. Hagvöxtur hefur verið og er enn einn helsti mælikvarði á framfarir og velmegun þjóða sem öll ríkin keppa við að hámarka í sífellu. Það hefur hingað til oftast verið línulegt samband milli aukins hagvaxtar og aukinnar losunar á koltvísýringi. Þegar hagvöxtur eykst, eykst einnig losun koltvísýrings en þegar hagvöxtur minnkar verður einnig minni losun. Áhugavert er hér t.d. að skoða losunartölur gróðurhúsalofttegunda árið 2020. Vegna áhrifa heimsfaraldurs Covids 19 minnkaði hagvöxtur, umsvifin minnkuðu eins og t.d. ferðalög og losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði eins og sjá má á grafi 1. Graf 1: Losun CO2 (Umhverfisstofnun) Hér er hægt að fylgjast með nýjustu tölum. Hagvöxtur á sér stað þegar þjóðarframleiðsla á mann eykst en til þjóðarframleiðslu telst sú framleiðsla og vinna sem greitt er fyrir með peningum. Hagvöxtur er því fyrst og fremst mælikvarði á flæði fjármagns í landinu. Það sem ekki er metið til fjár stendur utan efnahagskerfisins og hefur ekki áhrif á hagvöxt. Hamingja og nærandi mannleg samskipti efla ekki hagvöxt né dregur slæm umgengni um náttúruna úr honum þegar til skamms tíma er litið. Robert Hagvöxtur á sér stað þegar þjóðarframleiðsla á mann eykst en til þjóðarframleiðslu telst sú framleiðsla og vinna sem greitt er fyrir með peningum. Hagvöxtur er því fyrst og fremst mælikvarði á flæði fjármagns í landinu. Sjá nánar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=