Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 171 5.10 AÐ KREFJAST UMBREYTINGAR – ÁHRIFAMIKLAR RADDIR UM ALLAN HEIM Víða um heiminn er margt fólk og samtök sem hafa miklar áhyggjur af loftslagsvánni og hnignun vistkerfa og þeirri staðreynd að mannkyninu hefur hingað til ekki tekist að snúa við þróuninni þrátt fyrir samninga og loforð. Þetta fólk og þau samtök láta sínar raddir heyrast og reyna að hafa áhrif á gang mála á fjölbreyttan hátt, allt frá greinaskrifum, undirskriftasöfnunum og gjörningum til mótmæla. Einn þekktasti einstaklingurinn í baráttu fyrir alvöru loftslagsaðgerðum er líklega Svíinn Greta Thunberg. Greta byrjaði ein síns liðs í ágúst 2018 að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við sænska þinghúsið, þá aðeins 15 ára gömul. Á hverjum föstudegi fór Greta að skrópa í skólann til þess að mótmæla fyrir framan þinghúsið. Aðgerðir hennar fóru fljótlega að vekja athygli um allan heim. Við lok ársins 2018 tóku 17.000 nemendur í um 24 löndum þátt í slíkum föstudagsmótmælum. Alþjóðlega hreyfingin „FridaysForFuture“ varð til og fór að vaxa hratt og vorið 2022 tilheyrðu um 14 milljónir einstaklinga, í um 7500 mismunandi borgum í öllum heimsálfum, þessari hnattrænu hreyfingu sem er stjórnað af ungu fólki. Þann 25. mars 2022 fóru m.a. fram alþjóðleg loftslagsmótmæli þar sem fleiri tugþúsundir á a.m.k. 750 mismunandi stöðum í heiminum komu saman. Á Íslandi hafa einnig farið fram regluleg föstudagsmótmæli ungs fólks undir slagorðinu Föstudagar fyrir framtíðina (Loftslagsverkfall), að fyrirmynd Gretu Thunberg. Greta sjálf hefur fengið margar opinberar viðurkenningar og hefur m.a. verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels. Hún hefur talað á mörgum helstu alþjóðlegu loftslagssamkomum og heldur sinni baráttu áfram á áhrifamikinn hátt. Greta er frábært dæmi um það hversu mikil áhrif einstaklingar geta haft og einnig hvað hægt er að gera ef fólk stendur saman um ákveðið málefni eins og í þessari fjölmennu og alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks. Í menntun til sjálfbærni getur sagan hennar Gretu Thunberg og aðgerðir félagasamtaka eins og Fridays for Future gefið nemendum mikinn innblástur og fordæmi um mátt hvers og eins. Fyrir suma getur þátttaka í mótmælum og öðrum gjörningum og aðgerðum verið lykill til þess að efla getu sína til aðgerða og valdeflast. Nemendur geta fundið að þeir hafa rödd og að hægt er að láta hana berast inn í nærsamfélag og víðar. Frumbyggjar í mörgum löndum eru mjög öflugt baráttufólk gegn loftslagsvánni og fyrir vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Auk þess mynda raddir þeirrar ákveðna sérstöðu bæði Á Íslandi hafa einnig farið fram regluleg föstudagsmótmæli ungs fólks undir slagorðinu Föstudagar fyrir framtíðina (Loftslagsverkfall), að fyrirmynd Gretu Thunberg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=