Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 152 Á vefsíðunni er hægt að finna gagnvirk heimskort til þess að skoða nánar uppsafnaða losun í mismunandi löndum. Einnig er áhugavert að skoða eftirfarandi kort. 5.6.2 Núverandi losun á íbúa í hverju landi Enn er mikill munur milli einstakra landa á losun CO2 sem sést m.a. á mynd 33. Myndin sýnir losun á hvern íbúa miðað við losun í eigin landi. Sú losun sem verður við framleiðslu á innfluttum vörum er skráð á framleiðslulandið en ekki á neyslulandið. Losun CO2 per íbúa, 2020 Mynd 33: Losun CO2 á íbúa í mismunandi löndum. Aðrar gróðurhúsalofttegundir og landnotkun er ekki með í þessum tölum. Einungis er horft á losun í eigin landi þannig að m.a. neysla á innfluttum vörum er ekki talin með. 5.6.3 Ábyrgð ríkra landa og einstaklinga Það er beint samband milli ríkidæmis og losunar gróðurhúsalofttegunda. Því ríkari sem lönd eða einstaklingar eru því meira losa þeir. Það kemur m.a. skýrt fram á mynd 33 sem sýnir losun CO2 á íbúa í mismunandi löndum. Á mynd 34 hér að neðan kemur fram að ríkustu 10% heimsins bera ábyrgð á tæplega 50% allrar losunar CO2 á heimsvísu vegna lífstíls. Fátækustu 50% fólks í heiminum bera einungis ábyrgð á 10% af losuninni. Engin gögn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=