Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 136 5. KAFLI ÓGNIR SEM STEÐJA AÐ OKKUR – LOFTSLAGSVÁ OG HNIGNUN LÍFFRÆÐILEGRAR FJÖLBREYTNI 5.1 INNGANGUR Á síðustu áratugum hefur þekking og meðvitund um loftslagsmál aukist til muna hjá stjórnmálafólki og almenningi. Málefnið hefur komist á dagskrá flestra stjórnmálaflokka hvort sem er á alþjóðlegum vettvangi, innan landa eða í sveitarfélögum. Það er á dagskrá fyrirtækja, annarra vinnustaða og í skólum landsins. Það að vera meðvituð um vandamálin er grunnstig í umbreytandi ferli sem samanstendur af mismunandi stigum: meðvitund, skilningur á flækjustigi og samhengi, tilfinningarleg tengsl, samkennd og valdefling (sjá nánar kafla 2.6.2). Þekking og skilningur er líka orðinn töluverður en þarf oft að aukast verulega sérstaklega varðandi skilning á flækjustigi og samhengi málanna eins og t.d. við líffræðilega fjölbreytni, réttlæti og sjálfbæra þróun. Þetta samhengi skiptir ekki síst máli til þess að átta sig á því hvort áætlaðar aðgerðir geti skilað varanlegum árangri eða séu einungis falleg orð eða jafnvel grænþvottur. Þegar horft er á tal og gjörðir margra stjórnmálamanna, forsvarsmanna fyrirtækja og á ýmsar aðgerðaáætlanir er ljóst að oft vantar skilning á samhenginu. Það þarf að bretta upp ermar til þess að bæta úr þessu og koma fólkinu á næsta stig umbreytingarferilsins. Það er engan veginn nóg að horfa á loftslagsmálin sem málefni sem eru aðskilin öðrum umhverfis- og samfélagsvandamálum svo sem tapi á líffræðilegri fjölbreytni eða ójöfnuði. Það eitt og sér að telja kolefniseiningar og minnka losun þeirrar við hverja athöfn og framleiðslu er mikilvægt en ekki nóg. Markviss, öflugur og skjótur samdráttur í losun þarf að gerast samhliða og með því að draga úr ósjálfbærri framleiðslu, lifnaðarháttum og neyslu, vinna að verndun og endurheimt náttúrunnar og auka réttlæti og jöfnuð. Þekking og skilningur á loftslagsmálum er orðin töluverður meðal stjórnmálafólks, forsvarsmanna fyrirtækja og almennings en skilningur á samhengi við m.a. líffræðilega fjölbreytni, réttlæti og sjálfbæra þróun þarf að aukast mikið. Staðreyndin er að loftslaginu er sama um loforð, því er bara umhugað um það sem við gerum, eða gerum ekki, við það. Mannkyninu verður ekki bjargað með loforðum einum saman. – VANESSA NAKATE –

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=