Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 118 og munu bara laga sig eftir hegðun neytenda. En það er á ábyrgð stjórnvalda, fyrirtækja og fjármagnseigenda að gera kerfisbreytingar og skapa þannig m.a. rekstrarumhverfi sem stuðla hratt og varanlega að minni kolefnislosun og mengun. Einstaklingar þurfa að gera breytingar á eigin lífsstíl en þeir bera ekki aðalábyrgð á loftslagsvánni. Hana eiga stjórnvöld, fyrirtæki og fjármagnseigendur. 4.6 HAGKERFI, HNATTVÆÐING OG SJÁLFBÆR ÞRÓUN Í þessum kafla er beint ljósum að samhengi milli hagkerfis og þeirri stöðu sem mannkynið er búið að koma sér í varðandi ósjálfbæra lifnaðarhætti, loftslagsvána og aukningu ójafnaðar og óréttlætis. Þar með getur það virkað sem frekar einhlít umfjöllun en markmiðið er að opna augu fyrir samspili milli hagkerfis og sjálfbærrar þróunar en ekki að fara út í djúpar umræður um kosti og galla núverandi hagkerfis. Hagkerfið er ein af þremur gunnstoðum sjálfbærrar þróunar. Þannig er það grundvallaratriði að hagkerfið þarf að fara eftir sömu gildum og markmiðum og sjálfbær þróun. Það skiptir máli að efnahagur ríkja sé góður til að stuðla að velferð íbúa. En það þarf að skoða vel hvers konar hagkerfi er notað, hvaða áhrif það hefur og hvaða viðmið er horft á til að mæla m.a. velgengni ríkja. Það er lykilatriði að gera sér grein fyrir tengingu hagkerfis við sjálfbæra þróun til þess að átta sig á þeim róttæku kerfisbreytingum sem þurfa að eiga sér stað í átt að sjálfbærri þróun. Hér verður farið yfir nokkur grundvallaratriði út frá sjónarhorni sjálfbærrar þróunar. Aðallega er varpað ljósi á þau vandamál sem mannkynið glímir við í dag tengd hagkerfinu og áhrifum þess. Með því að gera sér m.a. grein fyrir þeim reglum og gildum sem byggja upp núverandi hnattrænt markaðshagkerfi er hægt að átta sig betur á því hverju þarf að breyta. Í leit að leiðum sem stuðla að sjálfbærri þróun getur m.a. nýr hugsunarháttur, viðmið, gildi og nýsköpun komið okkar á rétta braut. Margsinnis hefur verið bent á að við getum ekki fetað á braut sjálfbærrar þróunar nema hagkerfi heimsins verði breytt. Núverandi óheft markaðshagkerfi sem byggir á hámörkun hagnaðar og endalausum vexti, hefur knúið áfram bæði félagslegan ójöfnuð og loftslagsvána og samræmist ekki sjálfbærri þróun. Í vestrænum ríkjum er kapítalisminn ríkjandi efnahagsstefna sem byggir á eignarétti einstaklinga, markaðsfrelsi, hámörkun hagnaðar og samkeppni fyrirtækja og einstaklinga. Kapítalisminn er ákveðin efnahagsleg hlið stjórnmálastefnunnar frjálshyggju og nýfrjálshyggju. Þar sem það eru til ýmis afbrigði kapítalismans m.a. eftir vægi markaðsfrelsis, eignaréttar og ríkisafskipta liggja áherslur í þessum skrifum á því óhefta markaðshagkerfi sem er ríkjandi í dag. Grunnhugmyndafræði kapítalismans er einkennandi fyrir öll afbrigði hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=