Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 91 3.5 ÚR UMHVERFISKVÍÐA Í AÐGERÐIR Eins og áður hefur komið fram á menntun til sjálfbærni m.a. að hjálpa nemendum út úr hugsanlegu kvíðaástandi og efla í staðinn getu, áhuga og vilja til aðgerða. Í skrifum hér á undan hefur mismunandi stigum í uppbyggingu slíkrar kennslu verið lýst. Til viðbótar verður hér lýst dæmi um ákveðið valdeflandi ferli sem hægt er að taka samhliða hinum verkefnunum eða alveg í lokin. Það ferli byggir að hluta til á hugmyndafræði ástralska verkefnisins YOUth LEADing the World. Stuðst er við aðferðafræði sem kallast bakrýni. Í ferlinu byrja nemendur að orða áhyggjur sínar, síðan búa þeir til framtíðarsýn, setja sér svo markmið sem stuðla að framtíðarsýninni, bæði fyrir sig sjálf og stjórnvöld og búa til tímasetta aðgerðaráætlun fyrir sig sem einnig felur í sér aðgerðir sem stuðla að því að einstaklingar, sveitarstjórnir og stjórnvöld standi sig; og framkvæma loks aðgerðirnar. 1. skref: Að ígrunda – Ef þú íhugar stöðuna í heiminum, hverju hefur þú mestar áhyggjur af? Þetta er hópverkefni með t.d. 3–5 nemendum í hverjum hópi. Gott er að vera búin að kenna nemendum um loftslagsmálin, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin áður en þetta ferli byrjar. Hver nemandi hugsar fyrst út frá sjálfum sér og hefur eftirfarandi spurningar til hliðsjónar: · Hvernig hefur það áhrif á þig persónulega? · Hvað hefur þú séð eða heyrt um þetta í þínu eigin lifi? Nefndu dæmi. · Hvernig líður þér út af þessu máli? Síðan kemur hver hópur sér saman um þrjár helstu áhyggjur hópsins og kynnir sínar niðurstöður. Haldið er utan um áhyggjur hópanna á töflu eða í orðaskýi. Umræður verða um áhyggjurnar. Að horfast í augu við það neikvæða og orða áhyggjur getur verið upphafspunktur umbreytinga og staðfastrar bjartsýni. Til stuðnings er bent á námsefni Landverndar um loftslagskvíða hér og á áhyggjutréð sem gott er að nota bæði í þessu skrefi og í skrefi 3 um setning markmiða. 1. Að ígrunda 2. Framtíðarsýn 3. Markmiðasetning 4. Aðgerðaráætlun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=