Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 73 o Jarðvegur fýkur burt, vindur sem rofafl. Skemmtileg og stutt athugun á því hvernig mismunandi jarðvegsgerðir og gróið land bregst við vindi. Í einum bala er laus og þurr jarðvegur í hinum er gróðurbali. Með hárþurrkara eru nemendur að blása á jarðveginn og á gróðurbalann. Rætt er síðan um það hversu miklu máli skipti að land sé gróið og hvað gerist ef gróðurhuluna vantar. Rætt um rofferla, roföflin og hlutverk gróðurs og jarðvegs. o Skoða og rannsaka jarðveginn í smásjá, dæmi á bls. 81 í Soils Challenge Badge hjá FAO. o Skítatilraun – lífrænn áburður í endurheimt vistkerfis. Dæmi um langtímatilraun úti á vettvangi á bls. 79–84 í Náttúra til framtíðar eftir Rannveigu Magnúsdóttur. o Birkifræ og félagar á bls. 85-87 í Náttúra til framtíðar eftir Rannveigu Magnúsdóttur. • Leikir o Stuttir bingó-leikir til að festa lærdóm um jarðveginn. Úr verkefnakistu Grænfánans: Jarðvegsbingó, Landlæsis-bingó eða Votlendis-bingó. Landlæsisbingó þarf að spila úti á vettvangi en hin bingóin er hægt að spila í skólastofu. o Jörðin sem epli. Einföld og stutt sýnikennsla þar sem verður ljóst hversu dýrmætur jarðvegurinn er. Sjá nánar hér. o Spurningakeppni um jarðveg, sjá dæmi á bls. 79 í Soils Challenge Badge hjá FAO. o Hlutverkaleikur – að setja sig í spor ákveðinnar lífveru sem lifir í jarðveginu m, dæmi á bls. 81 í Soils Challenge Badge hjá FAO. o Jarðvegur og þjónusta vistkerfa – spurningarleikur, dæmi á bls. 88 í Soils Challenge Badge hjá FAO.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=