Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 81 Hér eru nokkrar hugmyndir um kennsluaðferðir, þessi listi er ekki í neinni sérstakri röð en gott er að notast við fjölbreyttar aðferðir. • Ritgerðavinna eða erindi kennara og/eða nemenda og umræður. Lesefni má m.a. finna hér en gott er að láta nemendur einnig leita sjálfa að áreiðanlegu lesefni. • Skoða myndbönd og ræða. Góð dæmi um myndbönd má finna hér. • Skoða og rannsaka minnkun jökla á Íslandi (eða eftir aðstæðum í nærumhverfinu). • Tilraunir o Að slökkva á kerti með CO2. Stutt en skemmtilegt verkefni. o Vistkerfi í krukku. Langtímaverkefni. • Leikir o Stuttur könnunar-leikur um þekkingu og skoðanir nemenda á sjálfbærri þróun, heimsmarkmiðum og loftslagsmálum. Hugsað sem kveikja. Úr verkefnakistu Grænfánans o Stuttur bingó-leikur til að festa lærdóm um loftslagsmálin. Úr verkefnakistu Grænfánans o Stuttur leikur úr verkefnakistu Grænfánans: Nafnspjald um loftslagsmál o Stöðvarleikur úr verkefnakistu Grænfánans: Loftslagsrall o Hlutverkaleikur úr verkefnakistu Grænfánans: Kolefnishringrás o Hugstormur í litlum hópum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi núna og í náinni framtíð. Umræður eftir það. • Verkefni o Hópverkefni: Vágestir loftslags. Stöðvaleikur þar sem hóparnir skrifa á þremur mínutum niður hvað eru helstu orsakavalda fyrir losun gróðurhúsalofttegunda 1. Heima, 2. Í skólanum, 3. Á ferðalagi, 4. Á Íslandi, 5. Í heiminum. o Náttúruauðlindir – Hvað er það? Úr verkefnakistu Grænfánans o Orkunotkun – Slökktu í þágu náttúrunnar. Úr verkefnakistu Grænfánans Í þessu fyrsta skrefi kennslunnar hefur aðaláherslan verið á það að nemendur öðlist á fjölbreyttan og virkan hátt þekkingu um loftslagsmálin. Hér er um að ræða mikilvæga grunnþekkingu og með því að notast við fjölbreyttar aðferðir er vonandi líka hægt að auka meðvitund og áhuga AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM Erindi Myndbönd Vettvangsferðir Tilraunir Leikir Verkefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=