Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 95 UMRÆÐA Hér eru settar fram nokkrar opnar spurningar sem mikilvægt er að velta fyrir sér, bæði sem undirbúningur fyrir kennslu og til að ræða frekar við nemendur. 1. Hafa mismunandi stofnanir, stjórnmálaflokkar og fyrirtæki öll sömu sýn og skilning á sjálfbærri þróun og heimsmarkmiðum? Ef ekki, hvar liggur munurinn og hvernig væri hægt að túlka hann? 2. Hugleiddu af hverju mannkynið hefur hingað til ekki náð að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, minnka útrýmingu tegunda eða minnka ójöfnuð þrátt fyrir falleg fyrirheit og alþjóðlega samninga eins og Parísarsamninginn, samning um líffræðilega fjölbreytni og heimsmarkmiðin? 3. Hvernig áhrif hefur það á okkur hér á Íslandi að ofangreint hefur ekki náðst hingað til? 4. Á hvaða þætti heimsmarkmiða geta nemendur helst haft áhrif hvort sem er í skólanum, á heimilinu, í nærumhverfi eða á stjórnmálalegu stigi? 5. Hvernig getur skólinn studd við nemendur í því að hafa áhrif út á við og koma málum sínum á framfæri? 6. Hvernig væri hægt að kveikja á áhuga nemenda sem hafa hingað til ekki sýnt þessum málefnum áhuga? 3.6 NYTSAMLEGAR VEFSÍÐUR, NÁMSEFNI, VERKEFNI OG AÐRAR UPPLÝSINGAR Hér er listi með vefsíðum sem geta stutt kennara við menntun til sjálfbærni, annaðhvort með kennsluefni, verkefnahugmyndum eða upplýsingum. Athugið að listinn er ekki tæmandi. Námsefni og verkefni sem styður við menntun til sjálfbærni: Íslenskar síður: Á grænni grein – Handbók Sjálfbærni – Ritröð um grunnþætti menntunar Skapandi skóli Verkefnakista Grænfánaverkefnis Vefsíða Grænfánaverkefnis Vefsíða Umhverfisfréttafólks Vistheimt á gróðursnauðu landi – Handbók Hreint haf – Plast á norðurslóðum Saman gegn matarsóun Af stað með úrgangsforvarnir Jörð í hættu UNESCO skólavefur Verður heimurinn betri? Kennslubók og kennsluefni Réttindafræðsla UNICEF Handbók um mannréttindamenntun fyrir börn Útikennsla og útinám í skólastarfi Útinám dýpkar skilning og eykur virðingu fyrir lífi Náttúrutúlkun – Handbók Lesið í skóginn – verkefnabanki Listrænt ákall til náttúrunnar Grípum til loftslagsaðgerða – leiðarvísir um loftslagsaðgerðir fyrir skóla Byggjum betri heim – Verkefni byggð á heimsmarkmiðunum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=