Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 156 vísu og heita vel þekktum nöfnum, eyða fleiri milljörðum í hagsmunagæslu gangvart stjórnvöldum og einstaklingum til þess að þykjast sýna umhverfisábyrgð. Þegar skoðuð er ábyrgð stjórnvalda á framboði og þar með notkun jarðefnaeldsneytis kemur í ljós að samkvæmt rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hlaut jarðefnaeldsneytisgeirinn styrki, skattaafslætti og afskriftir vegna umhverfistjóns upp á 5.9 billjónir dollara árið 2020 sem eru um 800 milljarðar íslenska króna. Þetta eru svakalega háar upphæðir. Til samanburðar má setja fram þær áætlanir SÞ að iðnríkin þyrftu um 140–300 milljarða dollara í græna fjárfestingu árlega fyrir aðlögun að grænum umskiptum. Þar sem stjórnvöld hygla jarðefnaeldsneyti svona mikið þrátt fyrir öll loforðin og áætlanirnar um að sporna gegn loftslagsbreytingum, er verið að hamla gegn þróun og notkun umhverfisvænna orkugjafa. Ef jarðefnaeldsneytið myndi kosta það sem það ætti í raun að kosta án niðurgreiðslna og með þeim kostnaði sem hlýst af umhverfisskaðanum þá yrði stórt skref stigið í átt að því að ná loftslagsmarkmiðum þjóða heims. Þessar staðreyndir sýna hvar ábyrgðin og hluti af rót vandans á stöðu loftslagsmála liggur í raun og veru. Það verður að hætta að dæla jarðefnaeldsneyti upp úr jörðinni, láta það vera kyrrt þar og hætta notkun þess. Mynd 36: Skýr skilaboð til stjórnvalda heims. Á upplýsingavef Evrópusambandsins koma fram gögn varðandi losun gróðurhúsalofttegunda einstakra fyrirtækja eins og á Íslandi. Árið 2018 voru stærstu losunarvaldar hérlendis Alcoa Fjarðaál, Norðurál, Icelandair og fleiri eins og sjá má á mynd 37. Þegar skoðuð er ábyrgð stjórnvalda á framboði og þar með notkun jarðefnaeldsneytis kemur í ljós að samkvæmt rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hlaut jarðefnaeldsneytisgeirinn styrki, skattaafslætti og afskriftir vegna umhverfistjóns upp á 5.9 billjónir dollara árið 2020 sem eru um 800 milljarðar íslenska króna. KEEP THE: COAL IN THE HOLE OIL IN THE SOIL GAS IN THE GROUND THAT’S CARBON SENSE!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=