Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 49 Kerfishugsun (systems thinking) Kerfishugun er lykilhæfni sem nemendur eiga að læra í gegnum menntun til sjálfbærni. Kerfishugsun snýst í meginatriðum um að skynja og skilja samhengi og samskipti í flóknum kerfum og að sjá m.t.t. þess framtíðar- og aðgerðarmöguleika. Í menntun til sjálfbærni eru oftast til umfjöllunar mjög flókin mál sem er ekki hægt að nálgast eingöngu með greiningu og línulegri hugsun. Málefnin flokkast líka oft undir svokallaðan illviðráðanlegan vanda/ andstyggðarvanda (wicked problem) sem einkennist m.a. af hagsmunaárekstrum og mismunandi gildismati, háu flækjustigi, kvikum aðstæðum og frekari vandamálum. Ekki er til nein ein rétt lausn heldur margar mögulegar og það þarf að prófa lausnirnar með því að framkvæma þær. Með kerfishugsun er hægt að ná utan um flókin mál þar sem hún beinist ekki að einstökum hlutum eða atburðum heldur að samböndum og víxlverkunum í ferlinu og opnar fyrir yfirgripsmeiri heildarsýn. Kerfishugsun: að geta staðsett einstök mál í heildstæðu kerfi og neti og sjá tengingar milli mála og hlutverk hvers og eins máls í stóru samhengi. HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG Mynd 5: Tengsl heimsmarkmiða. Myndin á ekki að sýna raunveruleg tengsl heldur sýna að tenglsin eru mörg og á margan hátt milli allra markmiða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=