Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 27 SAMANTEKT Tilmæli Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um menntun til sjálfbærni og um róttækar breytingar innan samfélaga eru skýr. Á árunum 2005 til 2014 var áratugur menntunar til sjálf- bærni á vegum SÞ. Í dag er það Menntun til sjálfbærni fyrir 2030 sem eru leiðbeinandi tilmæli SÞ til ríkja um að flétta menntun til sjálfbærni inn í menntakerfi, stefnur og framkvæmdir. Auk þess kemur það skýrt fram í heimsmarkmiði 4 um menntun. Til viðbótar er horft á menntun sem grundvallarforsendu til að stuðla að öllum heimsmarkmiðunum. Í Menntun til sjálfbærni fyrir 2030 eru þrjár áherslur: 1. Róttækar breytingar á lífsstíl einstaklinga og samfélaga byggðar á gildum sjálfbærrar þróunar. 2. Kerfislægar breytingar. 3. Menntun til sjálfbærni sem svar við bæði tækifærum og ógnum sem koma vegna nýrrar tækni. Fimm forgangsmál undirstrika síðan það markmið að samþætta menntun til sjálfbærni og þau 17 heimsmarkmið SÞ að fullu inn í allar stefnur, menntastofnanir, menntun kennara, valdeflingu og virkni ungs fólks og aðgerðir heimamanna í nærumhverfinu. TIL UMHUGSUNAR 1. Er unnið á markvissan hátt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í þínum skóla? 2. Er kennt um eitt og eitt markmið í einu eða er horft á það samhengi sem er milli markmiðanna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=