Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 172 vegna þess að þau eru oft mjög háð heilbrigðum vistkerfum í sínu nærumhverfi og auk þess búa þau yfir dýrmætri þekkingu, reynslu og lífsstíl sem getur leikið lykilatriði í aðgerðum gegn loftslagsvánni og hnignun vistkerfa. Það er svo margt sem vestrænu samfélögin geta lært af frumbyggjum víðs vegar um heiminn. Lítil eyríki í Kyrrahafi eru í mikilli hættu vegna loftslagsvárinnar í kjölfar hækkandi vatnsborðs. Til þess að auka rödd sína í alþjóðlega samhenginu hafa þau sameinað sína krafta í Group Alliance og small Island States (AOSIS) og aktívistar í þessum löndum koma fram undir nafninu Pacific Climate Warriors. Í hverju landi á heimsvísu eru til lítil og stór samtök og áhrifamiklir einstaklingar sem hafa það að markmiði að stuðla að alvöru loftslagsaðgerðum og náttúruvernd og veita stjórnvöldum aðhald og vísa þeim veginn. Hver sem hefur áhuga á því að styðja við þennan málaflokk getur tekið þátt og valið hvort hann vilji einungis styðja við málefnið á fjárhagslegan hátt eða taka þátt í aðgerðum samtaka. Enginn má vanmeta sína rödd og það skiptir gífurlega miklu máli að almenningur sameinist við að krefjast aðgerða og veita stjórnvöldum og öðrum valdahöfum aðhald. Í kafla 6 verður fjallað um hvað þarf að gera til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum, vernda líffræðilega fjölbreytni og stuðla að sjálfbærri þróun. Stærstu samtök hér á Íslandi sem vinna í loftslagsmálum eru Landvernd, Ungir Umhverfissinnar og Náttúruverndarsamtök Íslands. Mynd 45: Greta Thunberg í hópi ungmenna við föstudagsmótmæli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=