Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 149 5.5 FRAMTÍÐARSVIÐSMYNDIR Þrátt fyrir að fjölmargar vísindaskýrslur og -álit hafi á síðustu áratugum sýnt fram á dökka framtíðarspá ef mannkyninu tekst ekki að minnka verulega losun gróðurhúsalofttegunda og þrátt fyrir ýmis samkomulög, áætlanir og loforð, hefur losunin hingað til bara aukist. Það kemur m.a. fram í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í apríl 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu hefur haldið áfram að aukast síðasta áratug í öllum flokkum losunar og hefur aldrei verið eins há. Þó hefur dregið úr aukningunni m.a. vegna aðgerða stjórnvalda. Áhugavert er að sjá að losun dróst saman á heimsvísu og einnig á Íslandi árið 2020 vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid 19. En þessi samdráttur reyndist því miður bara vera tímabundinn á meðan á samkomutakmörkunum stóð en sýnir samt sem áður hvað hægt væri að gera með aðgerðum og samstöðu. Einnig er ljóst að stefnur ríkja á grunni Parísarsáttmálans munu ekki duga til að halda hlýnun innan við 1,5 °C. Til að ná því marki eða auka líkur á að hlýnun verði innan við 2°C, þarf að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda alls staðar og í öllum geirum samfélagsins og auka árangur mótvægisaðgerða verulega. Heimslosun verður að ná hámarki fyrir árið 2025 og hraður og djúpur samdráttur verður að fylgja eftir það. Herða verður aðgerðir stjórnvalda verulega umfram það sem hefur verið áætlað og lofað hingað til. Mannkynið verður að stöðva aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2025 og draga úr losun um næstum helming fyrir árið 2030. Nettó losun koltvíoxíðs (CO2) á heimsvísu þarf að fara niður í núll sem næst árinu 2050 og nettó losun allra gróðurhúsalofttegunda í núll sem næst árinu 2070. Nánar í samantekt á IPCC skýrslu. Mannkynið verður að stöðva aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2025 og draga úr losun um næstum helming fyrir árið 2030.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=