Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 52 Til eru mismunandi stig sem einkenna umbreytandi ferli sem eru meðvitund, skilningur á flækjustigi og samhengi, tilfinningarleg tengsl, samkennd og valdefling. Með þekkingaröflun og upplýsingaflæði verða nemendur meðvitaðir um stöðu sjálfbærrar þróunar og um ýmis vandamál. Mikilvægt er að verða meðvituð um hugmyndafræði, uppbyggingu, reglur og kerfi sem eru ráðandi í heiminum eins og við þekkjum hann í dag. Spyrja þarf af hverju það er með þessum hætti því það er mikilvægt fyrir umbreytandi ferli að draga í efa hvað og hvers vegna eitthvað er á ákveðinn hátt til þess að geta mótað eitthvað öðruvísi. Með því að beita síðan gagnrýninni greiningu geta nem- endur byrjað að skilja samhengið og flækjustigið. Þegar þau fara síðan að upplifa tengdar aðstæður af eigin raun í gegnum þátttöku á kennslufræðilegum aðferðum, eins og t.d. hlutverkaleikjum, fá þau dýpri tengingu við málin sem getur einnig leitt til tilfinningalegra tengsla við þá sem búa við þennan raunveruleika. Slíkt getur síðan þróast í samkennd ef þetta dæmi skiptir máli í lifi einstaklings og samsvarar lífsgildum hans og sjálfsmynd. Þegar einstaklingurinn sem er búinn að þróa þessa samkennd upplifir síðan valdeflingu getur komið vendipunktur sem fær einstaklinginn til þess að gera breytingar í sínu lífi. Valdefling getur t.d. orðið þegar nemendur hanna æskilega framtíðarsýn og taka síðan á virkan og uppbyggilegan hátt þátt í mótunarferlum samfélags og uppgötva að þeir geta verið liður í sameiginlegri þróun að betri framtíð. Þessi stig í umbreytandi ferli þurfa ekki endilega að koma í þessari röð og ferlið þarf ekki að vera línulegt. Í gegnum námið þurfa nemendur að uppgötva og skilja hvar kerfislægar orsakir fyrir ósjálfbærri þróun liggja, þróa eigin hugmyndir og möguleika til aðgerða sem ganga lengra en hegðunarbreytingar einstaklinga og gefa von fyrir framtíðina. Þetta felur einnig í sér að efla færni til virkrar þátttöku í umbreytingarferli sem eykur staðfasta von, sjálfstraust og möguleika nemenda til að hjálpa til við að móta sjálfbæra þróun. Dæmi um verkefni úr verkefnakistu Grænfánans: Skilaboð frá ungu kynslóðinni – Svona viljum VIÐ hafa það Hafðu áhrif Amma, afi, ég og barnabarnið mitt Geimskipið Mismunandi stig sem einkenna umbreytandi ferli: meðvitund, skilningur á flækjustigi og samhengi, tilfinningarleg tengsl, samkennd og valdefling.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=