Menntun til sjálfbærni

LOKAORÐ 189 7. KAFLI LOKAHVATNING KÆRU KENNARAR, ÞIÐ HAFIÐ MJÖG KREFJANDI EN LÍKA LÁNSAMT OG HEILLANDI HLUTVERK. Það er krefjandi vegna þess að þið eruð að mennta komandi kynslóð um stærstu áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir. Miðla þarf á fjölbreyttan og áhrifamikinn hátt m.a. hversu flókið viðfangsefnið er og hversu viðamiklar breytingar mannkynið þarf að taka fyrir til þess að ná að leysa vandann. Finna þarf aðgerðamöguleika nemenda við hæfi og aðstæður hvers og eins og gæta þess að nemendur fyllist ekki vonleysi og kvíða heldur blása í þau aðgerða- og baráttuvilja. En hlutverk ykkar er líka lánsamt og heillandi vegna þess að þið hafið tæki og tól til þess að mennta nemendur til sjálfbærni. Þið eruð í aðstæðum til þess að koma breytingum á framfæri og efla ungu kynslóðina til dáða. Og með því að mennta næstu kynslóð til sjálfbærni getið þið einnig unnið sjálf að því að minnka ykkar eigin framtíðarkvíða, þið finnið að þið getið gert eitthvað mikilvægt í þessum málum og að ykkar framlag skiptir máli. Þið valdeflist. Auk þess veitir þessi kennsla ykkur aðhald og hvatningu til þess að taka sjálfir þátt í umbreytingum á eigin lífi. Hvetjið og aðstoðið hvert annað, skiptið með ykkur reynslu og námsefni, haldið hvert öðru við efnið og umfram allt haldið uppi gleði og jákvæðri orku. Það er gaman og gefandi að taka virkan þátt í umbreytingum. Heimurinn þarf svo sannarlega á öflugri menntun til sjálfbærni að halda. Umbreyting samfélaga gerist í gegnum mörg lítil skref. Við erum að móta framtíðina - og menntun getur ekki veitt okkur mikilvægara hlutverk en að styðja okkur á markvissan hátt í þeirri vegferð. – DR. MAJA GÖPEL –

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=