Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 50 Kerfishugsun og þverfagleg hugsun þurfa að vinna saman ásamt gagnrýnni og skapandi hugsun. Við verðum að skoða til hlítar allar mögulegar orsakir og afleiðingar vandamála og lausna og sjá þær í stærra samhengi. Mikilvægt er einnig að missa ekki sjónar á þeim fjölbreyttu lausnum sem eru yfirleitt til staðar og þurfa að styðja hver aðra. Kerfishugsun auðveldar okkur að sjá marga lausnamöguleika í einu. Ein stærsta áskorun kerfishugsunar er að við mannfólkið staðsetjum okkur og allt sem tengist okkar lífi aftur sem hluta af vistkerfum. Til þess að stuðla að kerfishugsun nemenda þarf að sýna þeim að öll hugtökin og ferlin sem þau læra eru ekki einangruð mál heldur hluti af stærra kerfi. Opna þarf hug þeirra til þess að finna þessar tengingar og gera það að eðlilegum hluta náms. Að spyrja alltaf hvernig þetta tengist hinu og þessu sem þau eru nú þegar búin að læra eða munu læra í framtíðinni. Að beita heildrænni kerfishugsun er ómetanlegt til þess að skilja sjálfbæra þróun og öðlast getu til aðgerða. Dæmi um góða aðferð til að uppgötva tengingar er að láta nemendur teikna hugarkort út frá ákveðnu máli. Dæmi um verkefni: Unnið er út frá heimsmarkmiði um sjálfbæra neyslu og framleiðslu og tenging þess við öll hin heimsmarkmiðin skoðuð. Nemendur skoða myndband um raftækja-úrgang. Síðan búa þeir til hugarkort þar sem þeir setja annaðhvort vandamálið í miðjuna eða framtíðarsýn sína og búa svo til hugarkort þar sem þeir tengja við öll heimsmarkmiðin. Úr kennslugögnum UNESCO skóla: Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna Hér er áhugavert myndband sem útskýrir á einfaldan hátt mismunandi kerfi í okkar daglega lífi og hvernig þau tengjast. Að beita heildrænni kerfishugsun er ómetanlegt til þess að skilja sjálfbæra þróun og öðlast getu til aðgerða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=