Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 82 nemenda á viðfangsefninu. Tengingin við heimsmarkmiðin er aðallega í gegnum markmið 13: Aðgerðir í loftslags- málum þó að önnur markmið hafi verið snert eins og sérstaklega 14 og 15. Athugið að dæmin fyrir ofan dekka ekki öll þessi málefni heldur er hér einungis um nokkur dæmi að ræða. Eftir þessa kennslu er komið að því að víkka sjóndeildarhringinn og tengja loftslagsmálin við eigið líf nemenda og við sjálfbæra þróun og öll heimsmarkmiðin. 2. Á öðru stigi kennslunnar er lögð áhersla á að tengja málefnið á víðan hátt og efla skilning á flækjustigi og samhengi, skapa tilfinningaleg tengsl og efla samkennd (stig 2–4 í umbreytandi ferli sjá í kafla 2.6.6.). Þegar horft er á kennslufræðilegar nálganir menntunar til sjálfbærni þá er áfram mikilvægt að passa upp á það að unnið verði með fjölbreyttum aðferðum, að nemandinn sé í brennidepli, að tengja málefni við nærsamfélagið, að upplýsa og fræða aðra og ígrunda og meta. En til viðbótar koma þverfagleg nálgun og hnattræn vitund hér sterkt inn. Í þessu dæmi um loftslagsmálin erum við m.a. að tengja málefni við okkar eigið líf, við framleiðsluhætti, neyslu, viðskipti, hagkerfi, hnattvæðingu, öll heimsmarkmið og sjálfbæra þróun. Þannig eru réttlætis-gleraugun líka notuð til að tengja lifnaðarhætti okkar í hinum vestræna heimi við loftslagshamfarir í öðrum löndum. Mikilvægt er að nemendur vinni á lausnamiðaðan hátt og finni lausnir og aðgerðamöguleika fyrir sjálfa sig, fjölskylduna, skólann, nærsamfélagið, stjórnvöld og á alþjóðlegum vettvangi. Hér eru nokkrar hugmyndir um kennsluaðferðir, þessi listi er ekki í neinni sérstakri röð en gott er að notast við fjölbreyttar aðferðir. • Ritgerðarvinna eða erindi kennara og/eða nemenda og umræður. Hvað þýðir sjálfbær þróun eða sjálfbærni í þínum huga? Hvernig tengjast loftslagsmálin og sjálfbær þróun? Eigið vist- og kolefnisspor. Loftslagsréttlæti. Tengsl losunar á gróðurhúsalofttegundum við neyslustig einstaklinga og landa. Horft á hnattræna viðskiptahætti með augun réttlætis. Tengsl hagkerfis við aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Hvaða breytingar þyrfti að gera á hagkerfi svo það myndi stuðla að sjálfbærri þróun? Eru aðgerðaáætlanir á Íslandi nægilegar til að uppfylla Parísarsamkomulagið? Lesefni má m.a. finna hér en gott er að láta nemendur einnig leita sjálfa að áreiðanlegu lesefni. • Skoða myndbönd og ræða. Góð dæmi um myndbönd má finna hér. 2. Skilningur á flækjustigi og samhengi, tilfinnarleg tengsl og samkennd • Fjölbreyttar aðferðir • Nemandinn í brennidepli • Tenging við nærsamfélagið • Upplýsa og fræða aðra • Ígrundun og mat • Þverfagleg nálgun • Hnattræn vitund

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=