Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 40 2.6.2 ÞVERFAGLEG VERKEFNI OG FJÖLBREYTTAR AÐFERÐIR „Nemendur takast á við þverfagleg viðfangsefni og nota kennarar til þess fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir.“ Þverfagleg hugsun Það liggur í eðli sjálfbærrar þróunar að horfa þarf á náttúruna, hagkerfið og samfélagið sem eina heild auk þess að sjá og skilja tengingarnar á milli þessara málefna. Þetta verður ekki síst skýrt þegar heimsmarkmið SÞ eru skoðuð, bæði hvert markmið fyrir sig, tengingar milli markmiða og svo öll markmiðin sem ein heild. Það er því ljóst að við verðum að hugsa og skilja samhengið milli mismunandi málefna/greina til þess að geta áttað okkur á þessu flókna samspili. Sjálfbær þróun, ójöfnuður, loftslagsmálin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni krefjast þverfaglegra lausna. Þess vegna er þverfaglegt nám og hugsun mikilvæg fyrir menntun til sjálfbærni. Í þverfaglegu námi er verið að skoða og/eða rannsaka ákveðið ferli, málaflokk eða vandamál með því að sam- þætta sjónarmið margra fræðigreina til að tengja nýja þekkingu og dýpri skilning við raunverulegar aðstæður. Þverfagleg hugsun felur einnig í sér að nálgast málið út frá mismunandi sjónarhornum. Nám og starf á síðustu öld einkenndust að miklu leyti af aukinni sérhæfingu og svo virðist sem það sé ein af áskorunum nútímans að efla aftur þverfagleika og að missa ekki sjónir af samhengi hlutanna. Þverfaglegt nám getur verið áskorun í kennslu þar sem hefðbundið nám er aðallega í gegnum eina faggrein í einu. Það getur m.a. skilað góðum árangri þegar kennarar mismunandi faggreina vinna meira saman til þess að ná þverfagleika, t.d. í gegnum ákveðið sjálfbærni-/ heimsmarkmiðaverkefni, -áfanga eða teymiskennslu. Dæmi um þverfagleg verkefni úr verkefnakistu Græn- fánans: Menntun barna í Bangladesh og fataframleiðsla – Spáðu í samhengi Eyjan okkar Náttúruverndarverkefni – Hlutverkaleikur Þverfagleg hugsun: Að nálgast ákveðin mál út frá mismunandi fræðigreinum og sjónarholum og að sjá og skilja tengingar milli mismunandi mála.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=