Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 36 2.6 KENNSLUFRÆÐIN Menntun í dag sem á að efla og þroska mismunandi hæfni þarfnast annarrar nálgunar og kennsluhátta en menntun sem átti aðallega að miðla þekkingu. Námsumhverfi þarf að vera þannig að það hvetji til sjálfstæðs náms á ábyrgð nemenda en líka til samvinnu og skapandi náms. Kennarinn þarf að búa til námsumhverfi fyrir nemendur sem veitir þeim innsýn og gerir þeim kleift að taka þátt í margslungnum og umdeildum viðfangsefnum, móta sér skoðanir og koma auga á lausnir sem stuðla að sjálfbærri þróun. Í dag höfum við ekki endilega skýrar lausnir við öllum vandamálum. Hér eiga kennarar og nemendur að vinna saman að því að skilja vandamálin og síðan að horfa út fyrir hefðbundið hugsanamynstur og þróa nýjar lausnir og möguleika. UNESCO leggur áherslu á það að nálgast menntun til sjálfbærni þannig að allur skólinn taki þátt (whole- institution approach) og gangist undir breytingar í takt við markmið menntunar til sjálfbærni. Í þessum kafla er umfjöllun um kennslufræðilega nálgun sem er lögð til grundvallar í menntun til sjálfbærni. Eins og sést á mynd 4 er Foundation of Environmental Education (FEE) sem rekur Eco-schools (Grænfánaverkefnið) á alþjóðlegum vettvangi búin að setja upp ýmsar kennslufræðilegar nálganir sem verða útskýrðar betur á komandi blaðsíðum. Tenging við nærsamfélagið Nemandinn í brennidepli Hnattræn vitund Umbreytandi nálgun - breytum kerfinu Valdefling og geta til aðgerða Upplýsa og fræða aðra Þverfagleg verkefni og fjölbreyttar aðferðir Ígrundun og mat Menntun til sjálfbærni Menntun til sjálfbærni undirbýr nemendur til að bregðast við áskorunum samtímans og framtíðarinnar á valdeflandi og skapandi hátt. Nemendur hafa áhrif á námið og viðfangsefni. Notast er við leitaraðferðir, þátttökunám og samvinnunám. Nemendur eru virkir í eigin námi og kennara eru leiðbeinendur í lærdómsferlinu. Námið er tengt heimabyggð og eigin lífi án þess að missa sjónar á hnattrænum tengingum. Litið er til nærumhverfis, menningararfs og fjölmenningar. Verkefni unnin í samstarfi við stofnanir og fólk í samfélaginu. Nemendur takast á við þverfagleg viðfangsefni og nota kennarar til þess fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir. Skólinn, nemendur og starfsfólk miðla upplýsingum um sjálfbæran heim, segja frá verkefnum sínum og reyna að fá nærsamfélagið með sér í þessa vegferð. Nemendur meta stöðu mála í þverfaglegum viðfangsefnum sínum, beita gagnrýninni og skapandi hugsun og setja sér markmið og áætlun um aðgerðir í átt að sjálfbærri þróun. Vinnum heima með heiminn í huga. Unnið er að aukinni meðvitund um að lifnaðarhættir okkar og aðgerðir í heimabyggð hafa áhrif á kjör og aðstæður fólks annarsstaðar í heiminum. Áhersla er lögð á mannréttindi, frelsi og jöfnuð. Námið breytir skilningi okkar á möguleikum mannkyns í framtíðinni. Við veltum fyrir okkur eigin gildum og viðhorfum og skoðum á gagnrýninn hátt hvað það er sem hefur komið okkur í þessa stöðu og finnum nýjar leiðir sem leiða til sjálfbærrar þróunar. Nemendur takast á við raunverulegar áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif. Mynd 4: Kennslufræðileg nálgun menntunar til sjálfbærnis hjá Foundation of environmental education (FEE) og Grænfánaverkefninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=