Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 30 SAMANTEKT Í íslensku menntakerfi hefur menntun til sjálfbærni fengið fastan sess í aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla frá árinu 2011. Þar er sjálfbærni tilgreind sem einn af sex grunnþáttum sem tengjast allir innbyrðis. Þau siðferðislegu, félagslegu og uppeldislegu gildi sem mynda þessa grunnþætti eiga að endurspeglast í starfs- háttum skóla, samskiptum og skólabrag og hafa áhrif á val viðfangsefna, verkefna og kennsluaðferða. Lokamarkmið menntunar til sjálfbærni er geta til aðgerða og önnur lykilhæfni sem einnig er tilgreind í aðalnámskrá. Gott samræmi virðist vera milli íslenskra og alþjóðlegra skilgreininga á menntun til sjálfbærni. Samt virðist eftir- fylgni og stuðningur við skóla og kennara ekki hafa verið nægilega mikill. Niðurstöður úr rannsóknum gefa m.a. til kynna að kennarar óska eftir faglegri aðstoð, tíma og svigrúmi til að geta framfylgt kröfum um grunnþáttinn sjálfbærni í skólastarfi. TIL UMHUGSUNAR 1. Hvernig var innleiðing aðalnámskrár háttað í þínum skóla? 2. Hafið þið fengið fræðslu/endurmenntun í menntun til sjálfbærni? 3. Hefur skólinn endurskipulagt kennsluna m.t.t. ákvæða úr aðalnámskrá? 4. Hvað leggur þú til að ætti að gera í þínum skóla til þess að stuðla að menntun til sjálfbærni? 5. Hvernig er hægt að styðja ykkur í að efla menntun til sjálfbærni í skólanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=