Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 41 Fjölbreyttar aðferðir Kennsluaðferðir í menntun til sjálfbærni þurfa að vera þátttökuhvetjandi, uppbyggjandi, leitandi og nýstárlegar og hlutverki kennara má líkja við „hvetjandi ferðafélaga“. Auk þess að nemendur þurfa að skilja og leysa þverfagleg mál, meta gildi og viðmið og taka ákvarðanir, þá skiptir einnig máli að leyfa tilfinningum að koma upp á yfirborðið og ræða um þær. Tilfinningar skipta líka máli fyrir minnið þar sem fólk man sérstaklega vel eftir upplifunum sem bera með sér sterkar tilfinningar. Unglingar eru einmitt í þroskaferli þar sem vitund og skilningur á tilfinningum eykst til muna, bæði m.t.t. eigin tilfinninga og annarra. Þessar tilfinningar hjálpa síðan við valdeflingu þar sem nemendur geta fengið „útrás“ með því að búa til frjósamar og uppörvandi aðgerðir. Nemendur uppgötva e.t.v. að þeim er ekki sama og að þau sjálf geta gert eitthvað. Þar með eru þau að efla sína getu til aðgerða. Auk kennsluaðferða sem áður hafa verið nefndar (hlutverkaleikir, hermileikir, bakrýni, ímyndunarferðalög, hugarflug, málþing, heimskaffi, fiskabúrsaðferðin, framtíðarverkstæði og smiðjur) er til fullt af einfaldari aðferðum sem stuðla að menntun til sjálfbærni og hægt er að nota á margvíslegan hátt, oft fleiri saman. Slíkar aðferðir eru m.a. röksemdarkort, bingó, hugstormur/þankahríð, fullyrðinga-aðferð, leikir, hópavinna, lífsferilsgreining, aktívismi, taka viðtöl, nafnspjald, taka afstöðu. Auk þess mynda kennsluaðferðir úr hefðbundinni umhverfismennt að sjálfsögðu mikilvægan grunn í menntun til sjálfbærni, ekki síst útinám, tilraunir, listsköpun og hópavinna. Í þessum kafla er ekki gert ráð fyrir því að útskýra þessar mismunandi aðferðir nánar heldur er vísað í ýmiss konar efni sem er til og dæmi, m.a. úr verkefnakistu Grænfánaverkefnisins. Hér eru einungis nefnd nokkur dæmi, s.s. alls enginn tæmandi listi. Kennsluaðferðir í menntun til sjálfbærni þurfa að vera þátttökuhvetjandi, uppbyggjandi, leitandi ognýstárlegar og hlutverki kennara má líkja við „hvetjandi ferðafélaga“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=