Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 117 SAMANTEKT Vistspor er aðferð til að mæla hve mikið mannkynið hefur gengið á auðlindir Jarðar, s.s. hversu hratt og mikið við nýtum náttúrulegar auðlindir Jarðar og búum til úrgang borið saman við það hversu hratt og mikið náttúran getur endurnýjað sínar auðlindir og tekið við úrganginum. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið. Munur á vistspori þjóða er mikill og endurspeglar ójöfnuð á milli heimshluta. Íslendingar eru með eitt stærsta vistspor þjóða í heiminum. Kolefnisspor er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið við mannlegar athafnir. Í dag er neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti að vera um 4 tonn CO₂ ígilda ef við ætlum okkur að standa við samþykki Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 °C markmiðs. Handafar mælir jákvæð skref sem eru tekin til að minnka vistsporið og kolefnissporið. Handafarið er að vega og meta, mæla og skrá jákvæð sjálfbærniáhrif athafna og tekur einnig með inn í reikninginn félagslegu og efnahagslegu víddina. UMRÆÐUR Að vera meðvitaður um eigið vist- og kolefnisspor er mikilvægt og getur opnað augu okkar fyrir eigin neyslu og lífsstíl og áhrifum þeirra. Ókosturinn við þessar aðferðir er hins vegar sá að hér er verið að leggja aðalábyrgð og þrýsting á einstaklinga. Einstaklingsframtakið er hluti af lausninni og skiptir gífurlega miklu máli og ætti eiginlega að vera sjálfsagt. Það þarf samt að viðurkenna að kerfið er allt of flókið og viðfangsefnið of mikilvægt til þess að einstaklingsframkvæmd ein og sér myndi duga. Sjálfbærri þróun er einungis hægt að ná með sameiginlegum aðgerðum og kerfisbreytingum. Það var stærsti framleiðandi jarðefnaeldsneytis í heimi, BP eða Beyond Petroleum (áður British Petroleum), sem kynnti til sögunnar hugtakið kolefnisspor með áherslur á það hvernig einstaklingar geti minnkað sitt eigið spor. Þessi herferð fyrirtækisins var úthugsað útspil til þess að færa ábyrgðina á kolefnislosun yfir á einstaklinga og firra fyrirtæki ábyrgð. Að leggja áherslu á að sá sem kaupir eldsneytið beri ábyrgðina en ekki sá sem selur það. Þessi nálgun hefur síðan haft gífurleg áhrif á umræðu um loftslagsmál í þjóðfélögum þar sem aðalumræðan hefur verið hvernig einstaklingar geti minnkað sitt kolefnisspor á meðan fyrirtækin og stjórnvöld virðast vera stikkfrí

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=