Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 111 stjórnmála og að það þurfi að gera málamiðlanir í skilgreiningum til þess að fá víðtækt samþykki. Skiljanlegt er þó að fátæk lönd sjái í hagvexti mikilvæg tækifæri til þess að koma sér út úr fátækt. Þannig er skilgreint í undirmarkmiði 8.1 að „Viðhaldið verði hagvexti á hvern einstakling í samræmi við aðstæður í hverju landi og að minnsta kosti 7% vexti vergrar landsframleiðslu á ári í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin“ þannig að hér er m.a. reynt að koma til móts við þarfir fátækra landa. Í undirmarkmiði 8.4 kemur einnig fram að hagvöxtur geti gengið á náttúruna eins og segir þar að „Fram til ársins 2030 verði nýting auðlinda til neyslu og framleiðslu bætt jafnt og þétt og leitast við að draga úr hagvexti sem gengur á náttúruna í samræmi við tíu ára rammaáætlun um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, með hátekjuríkin í fararbroddi.“ SAMANTEKT Farið var í stuttu máli yfir þróun á stefnumörkun og vinnu að sjálfbærri þróun á síðustu áratugum. Í dag eru það heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun sem öll aðildarríki SÞ, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Markmiðin veita aðhald og leiðarljós og eru afgerandi skref til að leiða heimsbyggðina á braut sjálfbærrar þróunar. Þau krefjast aðkomu allra hvort sem það eru stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnulífið, stofnanir eða einstaklingar. Heimsmarkmiðin tengjast öll innbyrðis, eru samþætt og mynda jafnvægi milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: náttúrunnar, samfélags og hagkerfis. TIL UMHUGSUNAR Þegar fjallað er um sjálfbæra þróun er oft talað um að við þurfum að hugsa á heimsvísu en framkvæma heima fyrir. Það ríkir oft sá misskilningur að það þýði að við þurfum bara að hafa hlutina í lagi hér á landi, t.d. að útrýma fátækt á Íslandi eða að endurheimta og bæta vistkerfin hér o.s.frv. En það er aðeins hluti af vinnunni. Við verðum að taka með í reikninginn að heimsmyndin hefur breyst mikið á síðustu áratugum með hnattvæðingu. Við í vestrænum heimi lifum að hluta til á kostnað annarra landa, þeirra auðlinda og íbúa. Þar með höfum við töluverð áhrif á stöðu heimsmarkmiða í öðrum löndum. Skoðum mynd 17. Ímyndum okkur að vinstra megin á myndinni séum við Íslendingar búnir að ná góðum árangri í endurheimt vistkerfa hérlendis, sem væri lofsvert. En á sama tíma erum við t.d. að kaupa vörur framleiddar í öðrum löndum með framleiðsluháttum sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið þar. Þannig getum við ekki Heimsmarkmiðin eru mikil framfaraskref og öflugt leiðarljós. Virði þeirra liggja ekki síst í því að þau staðsetja sjálfbæra þróun sem grundvallarverkefni ríkja heims.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=