Menntun til sjálfbærni

LOKAORÐ 190 LOKAORÐ Sjálfbær þróun, loftslagsmálin og líffræðileg fjölbreytni eru flókin viðfangsefni sem tengjast öllum sviðum lífs okkar og tengjast innbyrðis á margan og fjölbreytilegan hátt. Auk þess erum við oft að fást við erfið vandamál sem einkennast m.a. af miklu flækjustigi þar sem finna þarf margar mögulegar lausnir og hugsa allt í samhengi. Þannig er efni bókarinnar ekki tæmandi og á ekki síst að ýta við lesandanum til að skoða og hugleiða sjálfur viðfangsefnin á þverfaglegan hátt með gagnrýninni, skapandi og kerfishugsun. Bókin á að vera hagnýtt og faglegt innlegg til fræðslu, framkvæmdar og þróunar á menntun til sjálfbærni á Íslandi. Hún er byggð á góðum og fjölbreytilegum heimildum, einnig nýtti ég þekkingu sem ég hlaut í mastersnámi mínu í menntun til sjálfbærni frá háskólanum í Rostock í Þýskalandi. Reynsla mín af samstarfi við skóla kom líka að góðum notum, bæði þegar ég starfaði sem verkefnastjóri hjá Landgræðslunni og síðan sem sérfræðingur í menntateymi Landverndar í vinnu við Grænfánaverkefnið. Stöðugt berast nýjar skýrslur og fréttir af ástandi heims og afleiðingumloftslagshamfara.Þörfinábrýnum,öflugumog skjótum aðgerðum eykst með hverju augnabliki. Meðvitund almennings og stjórnmálamanna varðandi loftslagsmál hefur aukist undanfarin ár og skilningur á nauðsyn þess að bregðast við sem allra fyrst. Þrátt fyrir það er mannkynið enn að auka losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerðirnar láta bíða eftir sér. Við virðumst vera föst í kerfi sem við bjuggum til sjálf og kerfið virðist frekar stjórna okkur en við því. Það er kominn tími til að taka næstu skref í framþróun mannsins. Hugsa heiminn/samfélagskerfin okkar upp á nýtt og skapa nýtt, öðruvísi form af samfélögum í sátt og samlyndi við náttúruna og hvert annað. Menntun til sjálfbærni á einmitt að opna huga okkar og efla hugmyndaflugið til að hugsa heiminn upp á nýtt. Við verðum að bretta upp ermarnar. Núna! Gangi ykkur og okkur öllum sem allra best! -Guðrún Schmidt, haust 2022 Það er kominn tími til að taka næstu skref í framþróun mannsins. Hugsa heiminn/samfélagskerfin okkar upp á nýtt og skapa nýtt, öðruvísi form af samfélögum í sátt og samlyndi við náttúruna og hvert annað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=