Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 85 o Verkefni um fataneyslu og fatasóun. Úr verkefnakistu Grænfánans: Hröð og hæg tíska o Verkefni um matarsóun. Úr verkefnakistu Grænfánans: Saman gegn sóun o Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga. Úr verkefnakistu Grænfánans: Sjálfbærnidagar o Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Úr verkefnakistu Grænfánans: Námskeið – búum til námskeið og fræðum aðra o Verkefni sem byggir á bakrýni. Úr verkefnakistu Grænfánans: Draumaframtíðin mín o Hvað getum við lært um nútímann af fortíðinni og framtíðinni? Úr verkefnakistu Grænfánans: Amma, afi, ég og barnabarnið mitt o Hópavinna: Þessu ætla ég að breyta hjá mér. 4 manna hópar, hver skrifa í eitt horn á blaði 4 atriði, síðan verða umræður í hópnum og hann skráir niður í miðju blaðsins þau atriði sem allir eru tilbúnir að taka. o Nemendur lesa meðfylgjandi ljóð eftir Amanda Gorman og ræða um það o Að breyta auglýsingum. Skoðaðar eru venjulegar auglýsingar og aflað upplýsinga um bakgrunninn á þessum vörum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Síðan breytir nemandinn auglýsingunni með það að markmiði að vekja athygli á þessum bakgrunni. Hugmyndir má finna hér. Í þessu öðru skrefi kennslunnar hefur aðaláherslan verið á það að nemendur öðlist skilning á flækjustigi og samhengi, tengist málefni á tilfinningalegan hátt og efli hæfni til samkenndar. Til þess er hér sérstaklega notast við þverfaglega nálgun og unnið með hnattræna vitund. Tengingin við heimsmarkmiðin eru orðin miklu víðari en eftir fyrsta stigið, best væri ef nemendur hefðu getað fundið tengingu við öll heimsmarkmiðin. Athugið að dæmin fyrir ofan eru hvergi tæmandi og dekka heldur ekki allar tengingar heldur er hér einungis um dæmi að ræða. Sumt er bara hugsað sem kveikja en ekki útfært nánar hér. Eftir þessa kennslu er komið að því að valdefla nemendur til þess að hafa áhrif út á við, efla getu þeirra til aðgerða og aðstoða í umbreytingarferlinu. 3. Á þriðja stigi kennslunnar eru áherslur á valdeflingu, getu til aðgerða og umbreytingu. Þetta eru síðustu stig 3. Valdefling, geta til aðgerða og umbreytandi nálgun • Fjölbreyttar aðferðir • Nemandinn í brennidepli • Tenging við nærsamfélagið • Upplýsa og fræða aðra • Ígrundun og mat • Þverfagleg nálgun • Hnattræn vitund • Valdefling og geta til aðgerða • Umbreytandi nálgun Tenging við öll heimsmarkmið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=