Menntun til sjálfbærni

6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 179 Framtíðarsýnin ein og sér mun ekki leiða til umbreytingar samfélaga en er mjög mikilvæg, skapandi og leiðandi byrjun. Hvort sýnin verður að veruleika eða ei mun vera háð því hvað mannkynið muni taka til bragðs og hvernig við hvert og eitt munum stuðla að umbreytingum. Enn sem komið er hefur mannkynið val um það hvers konar framtíð verður að veruleika. Verði litlu breytt í núverandi lifnaðarháttum mun hlýnun Jarðarinnar leiða til hamfara sem grafa undan forsendum siðmenningar. Hætta er á því að núverandi lifnaðarhættir margra og ekki síst vestrænna þjóða muni tortíma okkar eigin tegund. Velji mannkynið hins vegar leið umbreytinga verðum við í hinum vestræna heimi sérstaklega, að vera opin fyrir framtíðarsýn sjálfbærrar þróunar, sleppa takinu á ýmsum þáttum núverandi lifnaðarhátta, breyta framleiðslu- og viðskiptaháttum og vera tilbúin að feta nýjar slóðir. Hjálpumst öll að í að velja leiðir í átt að fallegi framtíðarsýn! Í kafla 3.5 er verkefni sem leiðir í gegnum það ferli að setja sér framtíðarsýn og út frá henni markmið og aðgerðaáætlun. 6.2 AÐGERÐIR Mannkynið er að fást við stórar og flóknar áskoranir þar sem lausnir eru margvíslegar, tengjast oft saman og þurfa að styðja hver aðra. Því ekki mega lausnir á einu máli hafa neikvæð áhrif á önnur mál. Stóra málið eru kerfisbreytingar, að hugsa þau alveg upp á nýtt. Hér á eftir verða listaðar upp alls konar aðgerðir, hugmyndir og möguleikar sem hægt er að gera til að stuðla að sjálfbærri þróun og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsvárinnar. Þetta er hvorki tæmandi listi né djúp umfjöllun heldur er aðallega horft á stóra samhengið. Eins og áður í bókinni er hér gengið út frá okkur sem lifum í vestrænum heimi. Aðaláherslur í þessum aðgerðalista eru m.t.t. þess að lifa innan takmarka náttúrunnar, minna er þar um aðgerðir á félagslegu, menningarlegu og efnahagslegu sviði þó að einhverjar séu nefndar. Það má einnig hafa í huga að málefnin eru nátengd og að aðgerðir í loftslagsmálum og náttúruvernd eiga einnig að stuðla að meira réttlæti, jöfnuði og mannréttindum. Alveg eins og breytingar á hagkerfinu eiga að hafa jákvæð áhrif á samfélögin og umgang okkar við náttúruna. Hér gildir að beita kerfislægri, þverfaglegri og gagnrýninni hugsun og hnattræn borgaravitund til þess að sjá aðgerðir í samhengi. Þó svo að áskoranir mannkyns núna séu flóknar og yfirþyrmandi (sjá „illviðráðanleg vandamál/andstyggðarvanda“ (wicked problem) í kafla Hvort sýnin verður að veruleika eða ei mun vera háð því hvað mannkynið muni taka til bragðs og hvernig við hvert og eitt munum stuðla að umbreytingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=