Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 33 umhverfisvænni lifnaðarhátta. Hins vegar virðist fólk sem er virkt í umhverfismálum hallast oft meira að öðrum gildum en t.d. efnis- og einstaklingshyggju. Þetta undirstrikar að umhverfismennt er mikilvæg frá blautu barnsbeini m.a. til þess að stuðla að umhverfisvitund en það eitt og sér er ekki nóg heldur þarf síðan að vinna í því að efla ákveðin gildi í samfélögum eins og t.d. nægjusemi, réttlætiskennd og umhyggju til þess að ná fram varanlegum og raunverulegum breytingum. Hér kemur menntun til sjálfbærni sterk inn því hún á að stuðla að slíkum breytingum á gildum og hegðun. Horfa þarf á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni sem eina heild, umhverfismennt sem mikilvægan grunn og menntun til sjálfbærni sem framhald og útvíkkun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=