Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 139 Hraða hringrásin á sér í raun stað innan hægu kolefnishringrásarinnar. Undir eðlilegum kringumstæðum eru þessar hringrásir í jafnvægi og nokkur stöðugleiki er í hlutfalli milli hringrásanna. Með því að taka jarðefnaeldsneyti úr iðrum jarðar og brenna það hefur maðurinn raskað þessu jafnvægi og losað um kolefni sem annars myndi liggja kyrrt og óbreytt. Þar með hækkar magn koltvíoxíðs í andrúmslofti mjög mikið. Verið er að losa mikið af kolefni úr hægu hringrásinni og koma því inn í hröðu hringrásina. Með þessari tengingu milli hægu og hröðu hringrásar er verið að koma hröðu hringrásinni algerlega úr jafnvægi. Til viðbótar hefur maðurinn haft mikil neikvæð áhrif beint á hröðu kolefnishringrásina m.a. með því að minnka magn gróðurs á jörðinni og eyða jarðvegi (skógar-, gróður- og jarðvegseyðing). Vegna þessa, auk mengunar og minnkunar lífbreytileika, hefur átt sér stað töluverð losun koltvíoxíðs með jarðvegs- og gróðureyðingu auk þess sem bæði minni gróður og jarðvegur hafa síminnkandi getu til þess að binda koltvíoxíð úr andrúmslofti. Þar með eykst ójafnvægið í hröðu hringrásinni enn meira. Hægt er að lesa frekar um kolefnishringrásina í bókinni „Kolefnishringrásin“ eftir Sigurð Reyni Gíslason og í bókinni „Náttúruþankar“ eftir Bjarna E. Guðleifssonar og Brynhildi Bjarnadóttur. Myndband um kolefnishringrásina á ensku má finna hér. 5.2.2 Gróðurhúsaáhrifin Af hverju er það vandamál að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti hefur aukist mikið? Svarið liggur í eðli gróðurhúsaáhrifa. Hluti geisla frá sólinni ná alla leið til jarðar og hita m.a. upp yfirborð hennar. Jörðin sendir síðan frá sér varmageislun og fer hluti hennar aftur út í geim. Ýmis efni, gróðurhúsalofttegundir, hindra hinum hluta varmageislunarinnar að fara út í geim. Þegar varmageislun frá Jörðinni lendir á gróðurhúsalofttegundum þá öðlast þær tímabundið aukna varmaorku en tapa henni síðan aftur í formi varmageislunar sem beinist bæði að og frá jörðu. Gróðurhúsalofttegundir taka s.s. til sín varmageislun frá jörðinni og skila henni svo aftur til baka að stærstum hluta til hennar, við það hitnar yfirborð Jarðar og neðri hluta lofthjúpsins. Gróðurhúsalofttegundirnar koma þannig í veg fyrir að hluti varmaMeð því að taka jarðefnaeldsneyti úr iðrum jarðar og brenna það hefur maðurinn raskað þessu jafnvægi og losað um kolefni sem annars myndi liggja kyrrt og óbreytt. Til viðbótar hefur maðurinn haft mikil neikvæð áhrif beint á hröðu kolefnishringrásina m.a. með því að minnka magn gróðurs á jörðinni og eyða jarðvegi (skógar-, gróður- og jarðvegseyðing).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=