Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 64 3. KAFLI MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI – Í SKÓLASTOFUNNI 3.1 INNGANGUR Það getur verið erfitt að hugsa sér hvernig menntun til sjálfbærni getur tengst inn í daglegt skólastarf. Þá er gott að hugsa til þeirra kennslustunda þar sem náttúrufræði, umhverfismál, samfélagsmál eða efnahagsmál eru til umfjöllunar. Menntun til sjálfbærni á erindi í allar kennslustundir. En hverju þarf þá að breyta og bæta við það sem nú er, til þess að fá víðara sjónarhorn, betri tengingu við sjálfbæra þróun og virkari þátttöku nemenda? Hvernig er hægt að stuðla að valdeflingu nemenda? Eins er mikilvægt að hafa í huga að menntun til sjálfbærni næst ekki með því að vinna eitt verkefni heldur er það kennsluaðferð sem tengist öllu námi. Í þessum kafla eru settar fram hugmyndir og tillögur um það hvernig hægt er að mennta til sjálfbærni í skólastofunni. Fyrst verður sagt frá stærri verkefnum, tæki og ferlum sem stuðla að menntun til sjálfbærni í skólastofunni. Síðan verða verkefnapakkar um ákveðið málefni teknir sem dæmi. 3.2 GRÆNFÁNAVERKEFNIÐ UNESCO leggur áherslu á það að nálgast menntun til sjálfbærni á þann hátt að allur skólinn sé þátttakandi og þurfi að gangast undir breytingar í takt við markmið menntunar til sjálfbærni (whole-institution approach). Skólinn og starfsmenn hans þurfa að vera góð fyrirmynd og fara eftir gildum og viðmiðum sjálfbærrar þróunar og að gefa nemendum möguleika og tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og vera virkir. Alveg eins og stendur í aðalnámskrá að grunnþættirnir eigi að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Ekki síst þess vegna er svo mikilvægt að það séu til verkfæri og farvegur sem gera skólum, starfsmönnum og nemendum kleift að efla getu sína til aðgerða. Alþjóðlega verkefnið Eco-schools hérlendis nefnt Grænfánaverkefnið, er slíkur farvegur og tæki. UNESCO leggur áherslu á það að nálgast menntun til sjálfbærni á þann hátt að allur skólinn sé þátttakandi og þurfi að gangast undir breytingar í takt við markmið menntunar til sjálfbærni (heildræn nálgun). Við þurfum að ímynda okkur heiminn sem við erum að berjast fyrir. Og sú framtíðarsýn þarf að vera sameiginleg. NAOMI KLEIN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=