Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 35 SAMANTEKT Mikilvægt er að gera sér grein fyrir muninum á umhverfis- mennt og menntun til sjálfbærni. Umhverfismennt einbeitir sér að umhverfismálum en menntun til sjálfbærni nær yfir allar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar sem eru náttúra, samfélag og hagkerfi. Hefðbundnar kennsluaðferðir í umhverfismennt efla mikilvæga þekkingu á náttúrunni og umhverfismálum auk þess að auka áhuga og væntumþykju á náttúrunni. Kennslufræðileg markmið í menntun til sjálfbærni liggja ekki síst í eflingu á ákveðnum gildum og hæfni sem munu stuðla að sjálfbærri þróun, ekki síst getu til aðgerða. Kennsluaðferðir í menntun til sjálfbærni eru fjölbreyttar og nýstárlegar. Þær þurfa m.a. að gera nemendum kleift að taka þátt í ákvörðunarferlum, eiga að efla getu til að umgangast flókin og þverfagleg mál og einnig að vega og meta gildi og viðmið. Í menntun til sjálfbærni er mikilvægt að fundnir verði aðgerðamöguleikar heima fyrir en efla jafnframt hnattræna vitund. Menntun til sjálfbærni er umbreytandi nám þar sem nemendur læra m.a. listina að ímynda sér ákveðna óskastöðu og framtíðarsýn og læra hvernig væri hægt að raungera þessa stöðu. Horfa þarf á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni sem eina heild, umhverfismennt sem mikilvægan grunn og menntun til sjálfbærni sem framhald og útvíkkun. TIL UMHUGSUNAR 1. Hefur þú velt fyrir þér muninum á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni? 2. Eru fjölbreyttar kennsluaðferðir notaðar í þínum skóla? 3. Þarf að gera einhverjar breytingar á kennslu í skólanum þínum til þess að efla menntun til sjálfbærni, t.d. með því að efla þverfaglega kennslu/teymiskennslu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=