Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 74 o Hlutverkaleikur – Viðtal við bónda úr mismunandi löndum, dæmi á bls. 94 í Soils Challenge Badge hjá FAO. • Verkefni o Jarðvegseyðing í heiminum, dæmi á bls. 91 í Soils Challenge Badge hjá FAO o Að miðla upplýsingum um jarðveginn á samfélagsmiðli, dæmi á bls. 100 í Soils Challenge Badge hjá FAO o Hópverkefni – röksemdarkort. Hér velta nemendur fyrir sér hvað ógni jarðveginum og hvað þurfi að gera til þess að vernda hann. Úr verkefnakistu Grænfánans o Viðtal við landgræðslubónda. Nemendur taka viðtal við bónda sem tekur þátt í samstarfsverkefninu „Bændur græða landið“. Spurt er t.d. um það af hverju hann taki þátt í verkefninu, hvernig hann geri það, hver sé árangurinn og hvað það þýði fyrir búskapinn. Best væri náttúrulega ef nemendur gætu farið í heimsókn til hans og hann myndi sýna þeim uppgræðslusvæðin. En það væri líka hægt að taka viðtalið í gegnum síma eða aðra miðla. o Verkefni um endurheimt íslenskra birkiskóga á bls. 64–65 í Náttúra til framtíðar eftir Rannveigu Magnúsdóttur o Verkefni um endurheimt votlendis á bls. 66-69 í Náttúra til framtíðar eftir Rannveigu Magnúsdóttur. o Búa til stuttmynd um jarðveginn. Nemendum eru með frjálsar hendur um efnistök og uppsetningu. o Sýning, ljósmyndir, veggspjöld, könnun o.fl. Góð leið til þess að nemendur festi þekkingu með því að koma henni á framfæri á þann hátt sem þeir velja. Í þessu fyrsta skrefi kennslunnar hefur aðaláherslan verið að nemendur öðlist á fjölbreyttan og virkan hátt þekkingu um jarðveg, gróður, lífríki, hringrásir, vistkerfin, hnignun vistkerfa, minnkun lífbreytileika, náttúruvernd og vistheimt. Einnig á þessi vinna að auka meðvitund og áhuga nemenda á viðfangsefninu. Tengingin við heimsmarkmiðin er aðallega í gegnum markmið 15 Líf á landi þó að snert hafi verið á öðrum markmiðum, eins og 13, 2 og 6. Athugið að dæmin fyrir ofan eru hvergi tæmandi og dekka heldur ekki öll þessi málefni heldur er hér einungis um nokkur dæmi að ræða. Eftir þessa kennslu er komið að því að víkka sjóndeildarhringinn og tengja jarðveginn við loftslagsmálin, sjálfbæra þróun og við eigið líf nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=