Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 104 UMRÆÐUR Ýmsar skilgreiningar, kenningar og túlkanir eru til um hugtakið sjálfbær þróun sem hefur m.a. þau áhrif að fólki finnst merkingin og skilaboðin ekki nógu skýr. Í þessari bók er aðallega stuðst við skilgreiningu á sjálfbærri þróun eins og hún kemur fram á vegum Sameinuðu þjóðanna og í gegnum heimsmarkmiðin. Segja má að hún sé hin opinbera alþjóðlega skilgreining. Sjálfbær þróun sem hugtak hefur þannig séð verið skilgreint á greinargóðan hátt þó að hugtakið sé flókið, víðfeðmt og þurfi ávallt að þróast í takt við tíma og nýja þekkingu. En skilgreining á sjálfbærri þróun er ekki yfir gagnrýni hafin. Þannig getur t.d. skilningur og túlkun manna á markmiðum sjálfbærrar þróunar verið fjölbreytt ekki síst í mismunandi menningarheimum. Gagnrýnt er einnig að skilgreiningin byggir a.m.k. að hluta til á gildum vestrænna samfélaga en á að gilda í öllum löndum heims og er þannig kastað yfir á aðra menningarheima sem getur valdið vandræðum og óréttlæti. Leiðirnar sem hægt er að velja til að stuðla að sjálfbærri þróun eru oft umdeildar, hver þarf að gera hvað og hvernig og ekki hafa öll sama skilningin á því sem best er að gera. Þar þarf oft skýrari tilmæli og lausnir. Svo skortir líka á kerfisbundnar innleiðingaraðferðir sem eru skipulagslega og fjárhaglega tryggðar. Orðið sjálfbærni/sjálfbær er mikið notað á ýmsan og oft mismunandi hátt sem gerir það að verkum að orðið missir sína merkingu og gildi. Hætta er á því að orðið verður „tómt“. Þannig er hugtakið sjálfbærni orðið ekki einungis flókið heldur líka óskýrt og óljóst og er oft notað að vild. Varla eru til viðmið eða reglur um það hvenær er við hæfi að nota orðið sjálfbærni/sjálfbær. Þannig er sjálfbærni/ sjálfbær í dag m.a. mikið notað í markaðssetningu. Skoðið dæmi um notkun orðsins sjálfbærni/sjálfbær eins og í auglýsingum, í stefnum stjórnmálaflokka, sveitarfélaga og fyrirtækja og utan á vörur og hugleiðið hvað er átt við með orðinu, hvort það er vel eða illa skilgreint. Veltið fyrir ykkur hvort notkun orðsins getur jafnvel verið grænþvottur, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Hvaða áhrif á orðið að hafa á hinn almenna borgara? VIÐ ERFUM EKKI JÖRÐINA FRÁ FORFEÐRUM OKKAR, VIÐ FÁUM HANA LÁNAÐA FRÁ BÖRNUM OKKAR. CHIEF SEATTLE

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=