Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 116 Kolefnisspor er ekki það sama og vistspor en það er hluti af vistsporinu. Kolefnisspor er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið við mannlegar athafnir, s.s. samgangna, neyslu, fæðuvals, heimilishalds, matarsóunar og annars. Lífstíll hefur mikil áhrif á stærð kolefnisspors einstaklinga. Rannsóknir benda til þess að neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi sé um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti að vera um 4 tonn CO₂ ígilda ef við ætluðum okkur að standa við samþykki Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 °C markmiðsins. Búin var til íslensk reiknivél sem reiknar út kolefnisspor einstaklinga m.t.t. íslenskra aðstæðna: www.kolefnisreiknir.is Ef til væru útreikningar á kolefnisspori einstakra vörutegunda gæti það hjálpað einstaklingum mikið við val á vörum m.t.t. áhrifa þeirra á loftslagið. Handafar er einn mælikvarði til viðbótar sem hefur verið þróaður og tekur jákvæða nálgun á málið. Handafar mælir jákvæð skref sem hægt er að taka til að minnka vistsporið og kolefnissporið. Með því að breyta eigin lífsstíl í átt að meiri sjálfbærni erum við að stækka handafarið okkar. Handafarið á að vega og meta, mæla og skrá jákvæð sjálfbærniáhrif afurða og athafna með því að taka inn í samfélagslega og efnahagslega þætti. Þar með táknar handafarið jákvæða, skapandi og markvissa stýringu í átt að sjálfbærri þróun. Handafarið getur virkað hvetjandi, hjálpað við að minnka umhverfis-/loftslagskvíða og verið mjög valdeflandi. Allir þessir mælikvarðar, vistspor, kolefnisspor og handafar eru mikilvægir og valdeflandi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa til þess að taka skref í átt að sjálfbærri þróun, breyta eigin lífsstíl og hafa áhrif á aðra. Kolefnisspor er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið við mannlegar athafnir. Handafar mælir jákvæð skref sem hægt er að taka til að minnka vistsporið og kolefnissporið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=