Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 87 o Á þessari síðu eftir Helga Reyr Auðarson Guðmundsson, Lilju Báru Kristjánsdóttur og Grænfánaverkefni er verkfærakista fyrir skapandi verkefnaskil. Verkefnakista Grænfánans sýnir einnig marga útfærslumöguleika. • Tilraunir, kannanir, rannsóknir o Ýmsar viðhorfskannanir þar sem skýr skilaboð þurfa að fylgja til þátttakenda í lok kannana • Leikir o Hlutverkaleikur – Ráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum. Verkefni hjá Félagi Sameinuðu Þjóðanna á Ísland o Hlutverkaleikur hjá Climate Interactive • Verkefni o Í þessu verkefni taka nemendur sig til, hafa áhrif og grípa til aðgerða. Úr verkefnakistu Grænfánans o Nota þekkingu um loftslagsmálin í víðu samhengi til þess að vinna markvisst að aðgerðum í skólanum, sérstaklega í gegnum Grænfánaverkefnið og þema um vistheimt. o Búa til aðgerðaáætlun til að minnka eigið vistspor og fara eftir henni í daglegu lífi og reyna að hafa áhrif á fjölskylduna og nærsamfélagið. Búið verður til einfalt kerfi sem veitir nemendum aðhald, gerir þeim kleift að meta árangur og endurskoða og endurbæta áætlunina eftir þörfum. o Kynna sér ákveðið málefni sem er í samráðsferli og senda inn athugasemdir o Neyslu-gagnrýnin skoðunarferð um bæinn. Gagnrýnin skoðunarferð um bæinn með það í huga hvað þarf að bæta til þess að minnka bílaumferð og efla umhverfisvænar samgöngur. Mikilvægt er að kennarinn reyni að fylgja þessari kennslu eftir t.d. með því að rifja upp, tengja við nýtt efni, fylgjast með aðgerðum nemenda, ræða málin og vera hvetjandi á allan hátt. Best væri ef aðrir kennarar væru einnig meðvitaðir um þessa kennslu til þess að geta e.t.v. einnig tengt sitt efni við þetta þema.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=