5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 151 SAMANTEKT Enn þá hefur mannkyninu ekki tekist að minnka verulega losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir vísindalega staðfesta þekkingu, alþjóðlega samninga og aðgerðaáætlanir. Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu hefur aldrei verið eins mikil og núna. Útreikningar sýna að mannkynið verður að stöðva aukningu á losun þessara lofttegunda fyrir árið 2025 og draga úr losun um næstum helming fyrir árið 2030 m.v. 2020. Nettó losun koltvíoxíðs (CO2) á heimsvísu þarf að fara niður í núll sem næst árinu 2050 og nettó losun allra gróðurhúsalofttegunda í núll sem næst árinu 2070. Ef hitastig Jarðar eykst um meira en 1,5 °C geta heilu vistkerfin hrunið og breytingar verða á loftslaginu sem ekki verður hægt að snúa við. Brýn þörf er fyrir tafarlausar og umfangsmiklar aðgerðir. 5.6 MISMIKIL ÁBYRGÐ Á LOSUN 5.6.1 Uppsöfnuð söguleg losun ríkja Mikill munur er á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda einstakra landa frá iðnbyltingu. Þegar þessi uppsafnaða losun er borin saman er ljóst að ekkert einstakt land hefur losað meira frá 1751 en Bandaríkin. Þau hafa t.d. losað tvisvar sinnum meira en Kína. Löndin innan Evrópusambandsins hafa samtals losað næstum eins mikið og Bandaríkin. Lönd eins og Indland og Brasilía sem losa töluvert í dag hafa í sögulegu samhengi losað mjög lítið. Í löndum Afríku er bæði núverandi og söguleg losun á íbúa mjög lág. Það er því ljóst að ábyrgð mismunandi landa á loftslagsvandamálinu er mismikil og það þarf m.a. að hafa í huga við útfærslu á loftslagsaðgerðum. Mynd 32: Söguleg losun CO2 mismunandi landa.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=