HALLÓ HEIMUR 2

HALLÓ HEIMUR Áfram með grúskið! HALLÓ HEIMUR 2 – Áfram með grúskið!

Í þessari bók lærið þið um: • vatn • loft og hljóð • líkama og sál • fugla og villt spendýr • rafmagns-, bruna- og heimilisöryggi • landnám Íslands • trú og norræna goðafræði • styrkleika og fyrirmyndir • upphaf heimsins, risaeðlur og þróun mannkyns nemendabók HALLÓ HEIMUR Áfram með grúskið!

HALLÓ HEIMUR Thor Saga Líf Artie Sof ia Trausti Birna Birkir Fróðný Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir Áfram með grúskið! Myndhöfundur: Iðunn Arna

2 Vatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Vatnið okkar 6 Vatn í ólíkum myndum . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Hringrás vatns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Vatnsorka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Mikilvægi vatns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Loft og hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Hljóðbylgjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Eyrað sem heyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Búkhljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Loft alls staðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Í kafi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Vindur og orka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Hljóðfæri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Ó-hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Fuglar og villt spendýr . . . . 40 Fuglar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Staðfuglar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Farfuglar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Refir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Minkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49 Hreindýr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Kanínur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 Mýs og rottur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Nát túrugre inar Efnisyfirlit Líkami og sál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Hraustur líkami . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Heilbrigðiskerfið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Sjúkdómar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Inflúensa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33 Slys . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Endurhæfing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Heilbrigð sál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Tilfinningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Eitt líf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39

3 Hver er ég? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Hvernig persóna er ég? . . . . . . . . . . . . . . . 98 Sjálfsmynd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99 Styrkleikar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 Að vinna með styrkleika . . . . . . . . . . . . . . 102 Styrkleikasúpa Birkis . . . . . . . . . . . . . . . . 103 Góðar fyrirmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104 Að velja fyrirmynd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 105 Foreldrar og börn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106 Börn í ólíkum löndum . . . . . . . . . . . . . . . . . . 107 Sjálfstraust eða sjálfselska? . . . . . . . . 108 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 109 Einu sinni var . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110 Jörðin verður til . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112 Líf verður til . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 114 Risaeðlur verða til . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 116 Alls konar risar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 117 Útlit risaeðla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118 Risaeðlufjölskyldur 119 Risaeðlurnar hverfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 Mannkynið verður til . . . . . . . . . . . . . . . . . . 121 Nútíminn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 123 Samfélagsgre inar Landnám Íslands . . . . . . . . . . . . 68 Víkingaöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Landnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 Landnámsfólk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Líf í nýju landi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Fatnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Tómstundir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Matur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81 Trú landnámsfólks . . . . . . . . . 82 Heiðin trú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 Heimsmyndin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 85 Sköpunarsagan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Askur og Embla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Goð og gyðjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 Vættir og verur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 Trúariðkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 Kristnitaka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95 Verum örugg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Skurðsár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Brunasár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Skaðleg efni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Hættulegt rafmagn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Fallhættur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Nauðsynlegt vatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Brunavarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67 Hugtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 124

VATN Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um mikilvægi vatns ● fræðast um hringrás vatns ● skoða hvernig vatnsorka er nýtt á Íslandi 4

Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● vinna með dropateljara ● vinna með vatn á föstu formi 5

6 Allar lífverur þurfa vatn. Sumir staðir á Jörðinni eru mjög þurrir. Þar er lítið vatn og rignir sjaldan. Lífverur þar hafa aðlagast umhverfinu. Annars staðar er stundum blautt og stundum þurrt. Rigningin vökvar gróðurinn reglulega. Dýrin hafa nægt vatn að drekka. Enn aðrir staðir eru mjög blautir. Þar búa lífverur sem þurfa mikið vatn. Vatnið okkar Hvaða mynd sýnir þurr svæði? En mjög blaut svæði?

7 NÝ ORÐ • aðlagast • auðlind • sóa 1. Eyðimörk er mjög þurrt landsvæði. Hvernig dýr lifa þar? 2. Nefndu dýr sem lifa í vatni. 3. Hvað er fiskeldi? Fólk drekkur ekki bara vatnið heldur nýtir það á ýmsan hátt. Við tölum um nytjavatn þegar það er nýtt til drykkjar, í garðyrkju, til hitunar húsnæðis eða í fiskeldi. Vatnið er dýrmætt. Það er auðlind allra jarðarbúa. Gætum þess að sóa því ekki og höldum því eins hreinu og við getum. Öll dýr þurfa aðgang að hreinu vatni. Afi, vissir þú að úlfaldar geyma vatnsbirgðir í sekkjum í líkamanum?

8 Vatn í ólíkum myndum Oftast sjáum við vatn sem fljótandi vökva. Í frosti verður vatn að ís. Þegar hlýnar bráðnar ísinn og verður að vökva. Vatn gufar hraðar upp þegar það hitnar. Vatnsgufa er létt og stígur upp í loftið. En þegar gufa kólnar verður hún aftur að vökva. Eðlismassi er skrítið orð, veistu hvað það þýðir? Eðlismassi? Tengist það því hvort hlutir fljóti eða sökkvi í vatni?

9 NÝ ORÐ • eðlismassi • vatnsforði • ferskt Stór hluti Jarðarinnar er þakinn vatni. Þó er lítill hluti þess drykkjarhæfur. Vatnsforðinn okkar er geymdur í Við getum bara drukkið ferskt og hreint vatn en ekki sjó því hann er of saltur. 1. Hvers vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að jöklar bráðni? 2. Hvaða orð eru notuð yfir frosið vatn? 3. Hvaða íþróttir eða leiki er hægt að stunda á ís eða í snjó? grunnvatni stöðuvötnum jöklum Vatnajökull geymir mikinn vatnsforða. Hann fer sífellt minnkandi. Hvers vegna ætli það sé?

10 Hringrás vatns Vatnið er allt í kringum okkur. Meira að segja í loftinu sem við öndum að okkur. Þegar sólin skín hitar hún Jörðina. Þá gufar vatn upp. Sólin heldur vatninu á sífelldri hreyfingu. Gufan stígur hærra og hærra upp í himininn. Þar kólnar hún, þéttist og verður hluti af skýjunum. H2O er tákn fyrir vatn. vatnið þéttist í ský vatn gufar upp úr sjó og vötnum

11 1. Hvernig virkar hringrás vatns? 2. Hvar finnum við vatn í umhverfi okkar? 3. Hvar hefur þú séð vatnsgufu? NÝ ORÐ • sífellt • úrkoma • síga Í skýjunum sameinast gufan í dropa. Að lokum verða þeir svo þungir að þeir detta niður. Vatnið getur líka sigið ofan í jarðveginn og sameinast grunnvatni. Úrkoma fellur til jarðar. Á landi safnast hún í ár vötn læki vatn síast í jarðvegi og hreinsast grunnvatn er hreint vatn vatn fellur til jarðar sem snjór eða regn vatn gufar upp frá jarðvegi

12 Vatnsorka Á Íslandi er vatn notað til að hita heimili og framleiða rafmagn. Sum landsvæði eru heitari en önnur vegna eldvirkni. Vatn sem rennur neðanjarðar um þessi svæði hitnar. Borað er eftir heita vatninu og því svo dælt í vatnsleiðslur sem liggja til byggða. Það kallast hitaveita. Hægt er að framleiða rafmagn með vatnsorku. gufuhver goshver bergkvikan er 700–1200 °C heit borholur flytja heitt vatn upp á yfirborðið borholuhús jarðlagið næst bergkvikunni hitnar mikið heitt vatn grunnvatnið hitnar líka Á Íslandi er víða jarðhiti en ekki alls staðar. Þá er kynt með rafmagni.

13 1. Hvaða íslensku eldfjöll þekkir þú? 2. Hvernig tengist vatnsorkan hringrás vatnsins? 3. Hvenær notar þú rafmagn? NÝ ORÐ • eldvirkni • miðlunarlón • hverfill Þá þarf að byggja virkjun, stífla á og búa til miðlunarlón. Frá stíflunni rennur vatnið niður um rör að hverfli. Vatnið í rörinu snýr hverflinum sem er tengdur við rafal. Þannig verður til rafmagn sem er leitt með raflínum til bæja og sveita. Vatnsorkan er umhverfisvæn. rafmagn miðlunarlón stífla stöðvarhús rafall rör inntak loki hverfill frárennsli Ljósafossvirkjun breytir vatnsorku í rafmagn. Getur þú fundið miðlunarlón og stíflu á myndinni? Vatnsorkan er endurnýjanleg auðlind vegna hringrásar vatnsins.

14 Mikilvægi vatns Þegar fólk velur sér svæði til að búa á er mikilvægt að hafa góðan aðgang að hreinu vatni. Fyrir tíma vatnsveitu og hitaveitu þurfti að sækja vatn í ár, læki og brunna. Svo þurfti að bera það heim. Það var erfiðisvinna. Þá var gott að hafa vegalengdina sem stysta. Þess vegna er algengt að þéttbýli á Íslandi sé nálægt ám og vatnsbólum. NÝ ORÐ • vatnsveita • hitaveita • vatnsból Listaverkið Vatnsberinn sýnir konu sem ber vatn heim. Hvað gæti hún verið að bera heim í dag?

15 Artie langar til að átta sig betur á hringrás vatnsins. Hann byrjar á að teikna sjó. Næst teiknar hann sól, ský og regndropa á himininn. Að lokum setur hann örvar inn á teikninguna og litar hana. Prófaðu líka! Thor er búinn að skrá mörg ný orð yfir rigningu og dropafall er skemmtilegasta orðið að hans mati. Thor ákvað því að skoða hversu marga dropa hann getur látið falla inn í misstóra hringi án þess að þeir flæði út fyrir. Hann notar plastað blað með hringjum, dropateljara til að telja og skráir svo fjölda dropanna. Nú þú! Sofia, Saga og Líf ákváðu að prófa skemmtilega ísmolakeppni sem felst í því að sú sem er fyrst að blása ísmolanum sínum upp á ísjaka vinnur. Þær voru svo heppnar að fá mörgæsaform lánað en nota má hvaða klakaform sem er. Það sem þarf: 1) klakaform 2) bakki 3) sogrör 4) pappír fyrir ísjaka Góða skemmtun! Verkefni og umræður

16 L0FT OG HLJÓÐ Í þessum kafla ætlum við að: ● skoða hvernig eyrað virkar ● læra um hljóðbylgjur ● kynnast blásturshljóðfærum

17 Við ætlum líka að æfa okkur að: ● leggja við hlustir ● búa til furðuhljóðfæri

18 Umhverfis Jörðina er lofthjúpur sem heldur henni hlýrri. Inni í honum er efni sem kallast loft. Við sjáum það ekki því loftið er gegnsætt. Hljóðbylgjur Við öndum loftinu að okkur. Ekkert líf þrífst á Jörðinni án þess. Án lofts væri heldur ekkert hljóð. Hljóð er titringur í lofti. Titringurinn kallast hljóðbylgjur. Trommuslátturinn myndar hljóðbylgjur sem berast til eyrans.

19 NÝ ORÐ • lofthjúpur • loft • hljóðbylgja 1. Hvað þekkir þú fleira gegnsætt en loft? 2. Nefndu ólík hljóð. 3. Hvaða dýr heyra vel? Flestar dýrategundir nota heyrn til að skynja hljóðbylgjur. Þessi dýr heyra afar vel. mölfluga ugla hundur Mörg hljóð eru skemmtileg, önnur þægileg. Sum hljóð eru óþægileg og þykja hálfgerð óhljóð. Önnur hljóð eru náttúruleg og svo eru sum hljóð manngerð. Of mikill hávaði getur skemmt heyrnina. Hljóðbylgjur eru ólíkar, alveg eins og hljóð eru ólík. leðurblaka

20 Sumt fólk er heyrnarlaust. Það notar varalestur, táknmál og ritmál til að eiga samskipti við annað fólk. Eyrað sem heyrir bogagöng miðeyra innra eyra hljóðhimna kuðungur kokhlust heyrnarbein hlust ytra eyra Ef við hefðum ekki eyru, væru hljóð aðeins titringur í loftinu. Eyru okkar skynja þúsundir ólíkra hljóða. Stór hluti eyrans er inni í höfðinu. Við sjáum bara ytra eyrað. Hljóðbylgjurnar berast inn í eyrað og við skynjum þær sem mismunandi hljóð. Góðan daginn.

21 NÝ ORÐ • táknmál • hiksti • garnagaul Líkaminn gefur frá sér alls kyns hljóð. Ekki bara þegar við hlæjum, grátum eða tölum. Stundum fáum við hiksta. Sumt fólk hrýtur þegar það sefur. Þegar við erum svöng heyrist garnagaul. Það brakar í liðamótum á sumu fólki. 1. Hvernig breytist heyrnin þegar þú færð hellu fyrir eyrun? 2. Hvernig hafa heyrnarlausir einstaklingar samskipti við aðra? 3. Hvað þýðir að leysa vind? Búkhljóð Stundum ropum við eða prumpum. Þá er kurteisi að segja „afsakið‟. #! ?! Við leysum öll vind og sum dýr gera það einnig.

22 Þó við sjáum ekki loftið þá finnum við fyrir því. Prófaðu bara að blása á handarbakið. Við finnum loftið hreyfast þegar það er vindur. Við getum líka séð hreyfingar loftsins þegar vindurinn blæs snjókornum eða laufblöðum. Loft alls staðar Náttúran býr til sín eigin hljóð. Við getum heyrt í öldum, þrumum og rigningu. Vá, Birna. Við erum inni í risastórum lofthjúpi sem verndar Jörðina!

23 NÝ ORÐ • þruma • loftbóla • hvalur 1. Hvað gerist ef þú blæst á handarbakið … a) hægt og með galopnum munni? b) hratt og með stút á munninum? 2. Hvaða hljóð heyrast úti í náttúrunni? 3. Hvað er inni í loftbólunum sem við blásum frá okkur í kafi? Við getum ekki andað í kafi. Við getum bara blásið frá okkur. Þá koma loftbólur. Hljóð verða skrítin í vatninu. Eyru okkar virka ekki almennilega í kafi. Í kafi Dýr sem búa í vatni hafa þróað heyrn sem virkar í kafi. Sumir hvalir tala saman með hljóðum sem berast langar leiðir. Er það? Svo er líka fullt af lofti í sjónum!

24 Við höfum lært að nýta loftið á margan hátt. Til dæmis hannað vindmyllur sem breyta vindi í rafmagn. Við höfum líka framleitt viftur sem nota rafmagn til að búa til vindkælingu. Við notum vindinn og loftið til að stunda áhugamál eins og fallhlífarstökk og svifflug. Vindur og orka Sumum finnst gaman að svífa um í loftbelg á meðan öðrum þykir skemmtilegra að leika sér með flugdreka. Veistu hvað vindhani er? Já, hani sem leysir mikinn vind. Er þessi vindhani þá heimskur? Nei, Trausti! Hann er úr málmi og festur á húsþak til að sýna í hvaða átt vindurinn blæs. Eins og hátt hreykir heimskur sér. Nei, en hér er vísbending. Hann er oft hátt uppi …

25 1. Hver er munurinn á vindmyllu og viftu? 2. Hvernig er hægt að ferðast um loftin öðruvísi en í loftbelg? 3. Hvaða hljóðfæri þekkir þú? NÝ ORÐ • vindkæling • svifflug • blásturshljóðfæri Til eru mörg blásturshljóðfæri úr málmi og tré. Lofti er blásið í gegnum hljóðfærið og tónar myndast. Tónlistarfólk sem spilar á blásturshljóðfæri þarf að læra að anda rétt. Það þarf líka að læra að lesa nótur. Hljóðfæri Ef þú festir ýlustrá á milli þumalfingra og blæst fast þá veistu af hverju það kallast ýlustrá. Þetta eru nótur. Það er gott að þekkja þær ef við viljum spila á hljóðfæri.

26 Mikilvægt er að heyra umhverfishljóð. En það er gott að geta varið sig gegn of miklum hávaða. Þar sem er mikil umferð heyrist niður frá ökutækjum. Einnig má heyra í bílflautum, sírenum og reiðhjólabjöllum. Það heyrist líka hátt í bílvélum. Þess vegna eru bílar með hljóðkút sem deyfir hljóðin. Ó-hljóð Þar sem er margt fólk er stundum mikill kliður og hávaði. Væri ekki gott að geta sett hljóðkút á sumar manneskjur? Hver þekkir ekki fallega tóninn frá þessum bíl? NÝ ORÐ • umhverfishljóð • sírena • hljóðkútur Góðan daginn, ungfrú Talísíma heiti ég. Er þetta frú Símalína?

27 Trausti hefur mjög næma heyrn. Honum finnst vinir sínir í Grúskfélaginu stundum tala of hátt. Þá fær hann hausverk. Trausti biður þau oft að staldra við og hlusta á hljóðin í umhverfinu. Þau eru nefnilega ótrúlega mörg. Hvaða hljóð heyrir þú? Skráðu þau í verkefna- og úrklippubók. Símar eru ótrúleg tæki sem flytja hljóð á milli staða. Hægt er að flytja hljóð með fleiri leiðum, til dæmis pappaglösum og streng. Fróðný og Thor eru að gera skemmtilega tilraun sem felst í því að tala saman á milli herbergja. Heldur þú að það gangi? Prófaðu þessa tilraun með bekkjarsystkinum þínum og vittu hvað gerist. Artie er mjög listrænn og kann líka að spila á hljóðfæri. Áður en hann byrjaði í tónlistarskóla bjó hann til margs konar hljóðfæri sjálfur eins og sést á þessari mynd. Það voru nú stundum skrítin hljóð sem komu úr þeim. Prófaðu að búa til furðuhljóðfæri úr hlutum sem þú finnur heima eða í skólanum. Verkefni og umræður Nei, það er á tali hjá henni. En þetta er herra Símsvari. Get ég tekið skilaboð?

28 LÍKAMI OG SÁL Í þessum kafla ætlum við að: ● fræðast um líkama og sál ● skoða ólíkar tilfinningar ● læra að hugsa vel um okkur sjálf

29 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● gleðja aðra og útbúa hróskort ● þekkja tákn og merki

30 Hraustur líkami Hvernig sem við erum eigum við öll rétt á því að vera hamingjusöm. Flest erum við hraust og fæðumst með tíu fingur og tíu tær. Einstaka börn fæðast með tólf af hvoru. Það er í góðu lagi. Líkaminn er furðuverk og flest fæðumst við heilbrigð. Sum börn fæðast þó blind, heyrnarskert eða með annars konar fötlun. Hvernig sem við fæðumst getum við öll stundað heilbrigt líferni.

31 Skólahjúkrunarfræðingar fræða nemendur um heilbrigt líf og fylgjast með heilsu þeirra. 1. Hvað þýðir orðið heilbrigði? 2. Hvernig getur þú stundað heilbrigt líferni? 3. Hvað er heilbrigðiskerfi? NÝ ORÐ • fötlun • líferni • bólusetning Á Íslandi höfum við öll rétt á heilbrigðisþjónustu. Barnshafandi konur fara í mæðravernd. Þar er fylgst með heilsu barns og móður. Flestir fá bólusetningar við hættulegum sjúkdómum. Tannlæknar fylgjast mjög vel með tannheilsu okkar. Heilbrigðiskerfið Við byrjum í ungbarnavernd strax við fæðingu.

32 Sjúkdómar Stundum eru gefin lyf í veikindum. Þau geta hjálpað okkur að ná bata. Oft batnar fólki en stundum þarf að læra að lifa með sjúkdómum. Sumir sjúkdómar eru meðfæddir. Aðrir geta komið seinna á ævinni. Hægt er að hafa ofnæmi fyrir lyfjum. Líka fyrir dýrum, mat og gróðri. Vá, þetta er svona merki sem bjargar manns- lífum. Við þurfum að finna eigandann, strax! Ha? Hvernig getur armband bjargað manns- lífum? Vá, flýtum okkur og látum Mínervu vita. Hún veit hvað er best að gera. Sjáðu hvað ég fann í matsalnum, Líf. Sjáðu, það stendur hnetuofnæmi . Ef eigandinn fær ofnæmiskast og getur ekki andað eða talað þá vita læknarnir hvað á að gera! En nú hefur barnið týnt armbandinu sínu!

33 Við tölum um inflúensu eða pest þegar veikindi eru að ganga. Stundum veikjumst við í nokkra daga. Svo myndar líkaminn mótefni og okkur batnar. Bakteríur og veirur geta valdið veikindum og smitast á milli fólks. Þess vegna er mikilvægt að þvo hendur vel og varast að hnerra út í loftið. 1. Er einhver með ofnæmi í þínum bekk? 2. Hversu mörg börn í bekknum hafa veikst í vetur? 3. Hvernig er best að geyma lyf svo börn nái ekki til? NÝ ORÐ • ofnæmi • inflúensa • mótefni Inflúensa Örsmáar veirur og bakteríur sjást ekki með berum augum. Hmm… gormur, perlufesti og loðnar hlaupbaunir… þetta er eitthvað skrítið!

34 Slys Plástur dugar á lítil sár. Stærri skurði þarf að skoða á slysavarðstofu. Stundum þarf að sauma. Slysin gerast alls staðar og því þarf að fara varlega. Margir lenda í því að snúa upp á fót eða hönd. Þá tognar vöðvi og bólga myndast. Þegar bein brotnar er tekin röntgenmynd. Oft þarf að laga beinbrot með aðgerð. Meðan bein grær er það varið með gifsumbúðum. Það tekur nokkrar vikur. Nei, sæl Sofia mín, ertu búin að brjóta þig aftur? Já, eiginlega sama og síðast. Smá hjólaslys. Og Bangsa-Lína líka, hún handleggsbrotnaði í sama slysi. Þegar Sofia slasaðist fannst henni gott að hafa Bangsa-Línu hjá sér.

35 NÝ ORÐ • slysavarðstofa • aðgerð • endurhæfing 1. Hvaða sáraumbúðir þekkir þú? 2. Hvað er hægt að skoða á röntgenmynd? 3. Hvernig getum við aðstoðað börn sem nota hækjur eða eru í hjólastól? Fólk sem slasast mjög mikið þarf að leggjast inn á sjúkrahús. Það getur þurft hjólastól eða hækjur til að komast á milli staða. Stundum þarf fólk að fara í endurhæfingu. Til dæmis til að læra að tala eða ganga upp á nýtt. Endurhæfing Sumt fólk notar hjólastól alla ævi. Iðjuþjálfar þjálfa fínhreyfingar og færni. Sjúkraþjálfarar hjálpa fólki að styrkja vöðva og bein.

36 Heilbrigð sál Mikilvægt er að líkami og sál séu bæði hraust. Það er líka hægt að líða illa í sálinni. Við köllum það andlega vanlíðan. Henni geta fylgt líkamlegir verkir eins og magaverkur og höfuðverkur. Þegar okkur verkjar er líkaminn að segja að eitthvað sé að. Þá líður okkur illa. Því þarf að rækta sálina líka. Þegar okkur verkjar í sálina er gott að láta einhvern vita. Ég er klaufi, það er mér að kenna að Sofia meiddist. Þetta var bara slys, þau gerast stundum. Þú átt góða vini sem þykir vænt um þig! Ég get ekki neitt, ég skil ekki neitt. Ekki vera leiður Artie, ég mun alltaf standa með þér! Þú ert sannur vinur. Það er dýrmætt!

37 Tilfinningar eru margs konar. Við getum verið glöð, hamingjusöm og hlakkað til. Við getum líka verið hrædd, óörugg og kvíðin. 1. Hvernig er hægt að rækta sálina? 2. Hvaða tilfinning lýsir þér best í dag? 3. Hvers vegna er gott að láta aðra vita hvernig þér líður? NÝ ORÐ • andlegt • sál • kvíði Tilfinningar Stundum höfum við áhyggjur. Stundum verðum við reið eða leið. Það er gott að þekkja tilfinningar sínar og tala um þær. hamingja depurð vellíðan hræðsla eftirvænting reiði undrun áhyggjur gleði

38 Eitt líf Það gerum við líka með því að hugsa vel um aðra. Það gerum við með því að hugsa vel um okkur sjálf. Við eigum bara eitt líf og því er mikilvægt að njóta þess. NÝ ORÐ • njóta • H-vítamín • lyfjaverslun æfa mig í að hrósa sjálfum mér. þjálfa mig á hverjum degi. vera dugleg að drekka vatn. velja hollari mat. vera sannur vinur. hafa hreint í kringum mig. vera duglegur að gleðja aðra. horfa á jákvæðu hliðarnar. læra um öll heimsins dýr. Ég ætla að …

39 Þegar Artie leið illa ákváðu vinir hans að gleðja hann. Þau bjuggu til hróskort handa honum. Í kortið skrifuðu þau öll eitthvað fallegt um hann. Artie leið strax betur. Prófið að senda hvert öðru kort með H-vítamíni. Líf finnst gaman að læra um alls konar tákn og merki. Hún teiknaði þessi í bókina sína. Þau kallast þjónustumerki og tákna Slysa-hjálp og Lyfjaverslun. a) Teiknaðu merkin í verkefna- og úrklippubókina þína og skráðu hvað þau þýða. b) Finndu fleiri þjónustumerki sem tengjast heilbrigði og neyðarþjónustu. Thor er búinn að vera duglegur að safna orðum sem tengjast hjúkrun. Nú ætlar hann að skipta blaðsíðu í orðabókinni sinni í reiti, skrifa eitt orð í hvern reit og teikna skýringarmynd við. Veldu átta orð af listanum hans og gerðu eins og Thor. Verkefni og umræður

40 FUGLAR OG VILLT SPENDÝR Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um staðfugla og farfugla ● skoða líkamshluta fugla ● kynnast villtum spendýrum á Íslandi

41 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til orðatöflu ● búa til fuglafóðursköngla

42 Fuglar Fuglar eru fiðraðir. Þeir hafa vængi og tvo fætur. Fuglar hafa gogg og verpa eggjum. Flestir fuglar fljúga. Aðrir flögra. Sumir eru góðir sundfuglar eða geta hlaupið hratt. Fuglategundir geta verið smávaxnar eða mjög stórar. Þær geta verið skrautlegar eða í felulitum. Þeir fuglar sem geta flogið eiga auðvelt með að ferðast um. Þeir fljúga oft í stórum hópum. Hverja af þessum fuglum sjáum við á Íslandi?

43 1. Hvernig líta fuglar út? 2. Hvaða fuglategundir þekkir þú? 3. Hvað þýðir að verpa á víðavangi? NÝ ORÐ • fuglategund • búsvæði • regnskógur Það búa fuglar í öllum heimsálfum Jarðar. Búsvæði fugla eru afar ólík. Sumir fuglar búa við sjó, í fjöru eða móa. Fuglar búa líka í eyðimörkum, regnskógum og hátt upp til fjalla. Sumir fuglar verpa í hreiður, aðrir í holur eða á klettasyllur og enn aðrir verpa á víðavangi. Ritan verpir í björgum en lundinn grefur sér varpholur. Álftir verpa í háar dyngjur með djúpri skál meðan sumir fuglar vefja lítil en flókin hreiður.

44 Staðfuglar Á Íslandi er fjölbreytt fuglalíf. Margar fuglategundir dvelja á Íslandi árið um kring. Þær kallast staðfuglar og þurfa að þola harðan vetur. Hrafninn er svartur og stór spörfugl. Hann hoppar og flýgur. Hrafninn er alæta. Það er auðvelt að hæna hrafn að sér með því að gefa honum mat. Þegar margir hrafnar koma saman kallast það hrafnaþing. Hreiður hrafna kallast laupur eða bálkur. Oft má finna þar ýmislegt rusl. Krunk, krunk, hvað er að frétta, Huginn minn?

45 1. Hvaða fleiri nöfn eigum við yfir hrafninn? 2. Hvað þýðir að fugl sé friðaður? 3. Hvor rjúpan á myndinni er í betri felulitum? NÝ ORÐ • spörfugl • ránfugl • jurtaæta Haförninn er stór og sjaldgæfur ránfugl. Hann veiðir aðra fugla sér til matar en einnig fisk. Eitt sinn var haförninn mikið veiddur en nú er hann friðaður. Rjúpan er eini hænsnfuglinn sem lifir villtur á Íslandi. Hún er jurtaæta og skiptir um lit eftir árstíma. Rjúpan er vinsæll matfugl. Hún er veidd á haustin.

46 Farfuglar Margar fuglategundir fljúga langar, ólíkar leiðir á milli landa. Þessir fuglar kallast farfuglar. Farfuglar eyða mikilli orku í ferðalög sín. Þeir velja flugleiðir þar sem þeir finna fæðu og fá hagstætt veður. Hvers vegna fljúga farfuglar í oddaflugi? Þegar fyrsta lóan kemur til Íslands finnst mörgum að vorið sé komið. Lóan étur skordýr. Hún verpir í móum og syngur dirrin-dí. Flestar lóur fljúga til Evrópu á haustin en sumar fljúga til Afríku.

47 1. Af hverju er lóan stundum kölluð vorboði? 2. Hvaða farfugl flýgur lengst allra fugla? 3. Hvers vegna þarf krían að verja varplandið sitt? NÝ ORÐ • hagstætt • smádýr • varpland Krían flýgur lengst allra fugla. Hún flýgur á milli Norðurpóls og Suðurpóls tvisvar á ári. Krían veiðir síli. Hún ver varpland sitt af mikilli hörku. Tjaldurinn er vaðfugl og kann vel við sig í fjörunni. Hann potar gogginum í sandinn og grefur eftir möðkum og öðrum smádýrum. Tjaldurinn flýgur til Bretlandseyja á haustin.

48 Þegar landnámsfólk kom til Íslands var refurinn eina landspendýrið sem bjó hér. Líklega kom hann með hafís frá Grænlandi til Íslands. Refir Refir eru skyldir úlfum og hundum. Þeir búa til greni neðanjarðar og eignast yrðlinga á vorin. Refir veiða smádýr og fugla. Stundum bíta þeir lömb og stela eggjum. Refurinn hugsar vel um yrðlingana sína. Skyldi úlfurinn vera að leita að Rauðhettu? Frá frá, Fúsa liggur á!

49 1. Hvaða fleiri rándýr hafa borist til Íslands með hafís? 2. Hvort ætli dýrum líði betur í búrum eða frjálsum í náttúrunni? 3. Til hvers notar fólk loðdýrafeldi? NÝ ORÐ • hafís • greni • loðdýrabú Fyrstu minkarnir voru fluttir til Íslands í búrum. Þeir voru ræktaðir á loðdýrabúum því fólk vildi fallega loðfeldi. Nokkrir minkar sluppu út og hefur tegundin lifað villt í náttúrunni síðan. Minkar Minkar eru duglegir að synda og veiða fisk. Þeir éta líka smádýr, fugla og egg. Minkar velja sér bústað við vötn, sjó eða læki.

50 Á Austurlandi búa hreindýr. Þau voru flutt til landsins sem húsdýr. Núna lifa þau villt í náttúrunni. Á Íslandi er hægt að fá leyfi til að fara á hreindýraveiðar. Hreindýr ferðast um í hjörðum. Þau éta gras, krækilyng og smárunna. Hreindýr hafa grábrúnan feld. Bæði kynin hafa horn sem þau nota til að verjast og krafsa eftir æti í snjó. Þau fella hornin árlega. Þá vaxa ný horn. Hreindýr Horn hreindýra eru notuð í margvíslega gripi. upptakari pítsaskeri hnífur Horn hreindýra eru loðin. Hreindýrskálfur er á spena móður í allt að hálft ár.

51 1. Í hvaða landshluta býrð þú? Hversu langt þarft þú að fara til að finna hreindýr? 2. Til hvers nota hreindýr horn? 3. Hvers vegna þurfa kanínur að eyða upp tönnunum? NÝ ORÐ • hjörð • fella • afkomandi Stundum sjást villtar kanínur í náttúrunni. Þær eru flestar afkomendur gæludýra sem sloppið hafa frá eigendum sínum. Kanínur grafa holur í kjarri og skógum og eignast þar unga sína. Þær eru jurtaætur og sífellt nagandi til að eyða upp tönnunum. Tennur kanína vaxa alla ævi. Kanínur

NÝ ORÐ • híbýli • sjávarsíða • nagdýr Mýs og rottur Þegar landnámsfólk settist að á Íslandi laumuðust nokkrar mýs með. Húsamýs kjósa að búa nálægt fólki og fá skjól í híbýlum þess. Hagamýs búa villtar í náttúrunni og gera sér holur. Þar safna þær vetrarforða og ala unga sína. Rottur komu fyrst til Íslands með skipum á 18. öld. Þær finnast við sjávarsíðuna og nálægt mannabústöðum. Mýs og rottur eru nagdýr. 52 Hagamús er 9–10 cm löng og 20–30 gr. að þyngd. Rotta getur orðið 30 cm löng og vegið 220–380 gr.

53 Birnu finnst gaman að skoða fugla. Hún þekkir marga en ekki alla. Artie er líka áhugasamur um fugla en finnst skemmtilegra að teikna þá. Skoðaðu vefinn fuglavefur.is og hjálpaðu Birnu að komast að því hvað fuglarnir heita sem Artie teiknaði. Teiknaðu fuglana í verkefna- og úrklippubókina þína. Thor er að gera skrá yfir villt spendýr, staðfugla og farfugla sem finnast á Íslandi. Hann ætlar að búa til þriggja dálka töflu og finna fjögur dýr í hverjum flokki. Getur þú hjálpað honum að klára orðasafnið? Birkir og Fróðný gerðu fuglafóðursköngla handa farfuglunum sem þurfa orku eftir langt flug. Þau söfnuðu könglum, smurðu þá með möndlusmjöri og veltu upp úr fræjum og fuglafóðri. Svo hengdu þau könglana upp í tré. Hvernig væri að bekkurinn þinn prófaði að gera fuglafóðursköngla og hengja upp úti? Verkefni og umræður

54 VERUM ÖRUGG Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um hættur á heimilum ● fræðast um rafmagnsöryggi ● kynnast brunavörnum

55 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til rýmingaráætlun ● bregðast rétt við slysum

Skurðsár Á heimilum er líf og fjör. Læra þarf á mörg áhöld og hluti. Stundum verða óhöpp og slys. Við sneiðum ávexti og brauð með hníf og klippum eitt og annað með skærum. Hnífar og skæri eru beitt. Við þurfum að fara varlega með þau. Stundum brotna glös. Þá þarf að sópa og ryksuga vel. Glerbrot er gott að setja í tóma mjólkurfernu svo fólk skeri sig ekki. 56 Best er samt að læra að fyrirbyggja slysin með forvörnum. Það er gott að kunna skyndihjálp og rétt viðbrögð við slysum.

57 1. Hvers vegna má ekki hlaupa um með hníf og skæri? 2. Hvaða hætta stafar sorphirðufólki af glerbrotum í ruslapokum? 3. Hvers vegna þarf að gæta að því hvar við leggjum heita drykki frá okkur? NÝ ORÐ • sneiða • fyrirbyggja • eftirlitslaust Árlega slasast börn af völdum bruna. Ef við vitum hvar hætturnar leynast getum við aukið öryggi okkar. Eldavélahellur hitna mikið. Á þeim eru líka pottar og pönnur með heitum mat. Ýmis raftæki hitna við notkun. Þau mega aldrei vera eftirlitslaus þar sem lítil börn ná til. Kakó, te og kaffi eru heitir drykkir. Við verðum að leggja þá frá okkur á öruggum stöðum. Brunasár Ef við fáum heitan vökva yfir okkur þarf að kæla strax. Lítil börn eru óvitar. Þau þarf að passa sérstaklega vel. Það er aldrei góð hugmynd að leika nálægt eldavélum.

58 Skaðleg efni Á heimilum eru margs konar efni. Við notum þau til að elda, þrífa og laga hluti. Mörg efni eru hættuleg. Sum eru eitruð. Þess vegna eru merkingar á umbúðum sem vara okkur við þeim. Stundum verða efnaslys. Þá þarf að láta fullorðna vita og hringja í 112. Fólk sem slasast þarf að komast strax á sjúkrahús. Aðvörunarmerki á umbúðum Efni sem veldur brunasárum og skaðar húð og augu. Eitrað efni sem er lífshættulegt að snerta. Efni sem skaðar umhverfið. Hættuleg efni má aldrei geyma þar sem börn ná til.

59 1. Hvert er símanúmerið hjá Neyðarlínunni? 2. Hvers vegna er öruggast að geyma lyf í læstum skáp? 3. Rafhlöður innihalda hættuleg efni. Hvað er best að gera við þær þegar þær klárast? NÝ ORÐ • skaða • lífshættulegt • magn Mörg efni eru nauðsynleg. Vítamín styrkja heilsuna og lyf hjálpa okkur í veikindum. Það þarf samt að fara varlega með þessi efni. Lyf og vítamín má bara nota í litlu magni. Lyf þarf að geyma í læstum lyfjaskáp. Stundum verða slys sem tengjast efnum. Þá er mikilvægt að taka umbúðirnar með á sjúkrahúsið svo læknar viti hvernig eigi að bregðast við. Já, og til að vernda náttúruna er gott að fara með málningu, ýmis efni, lyf og rafhlöður í endurvinnsluna.

60 Hættulegt rafmagn Raforka kemur frá náttúrunni og rafmagnslínur flytja hana í húsin okkar. Á heimilum eru mörg tæki sem ganga fyrir rafmagni. Við verðum að nota þau rétt, annars getum við fengið í okkur rafstraum. hættulegt öruggt Ekki má stinga hlutum inn í raftæki. Mörg fjöltengi tengd saman geta valdið íkveikju. Það á aldrei að setja rafmagnssnúrur í munninn. Slitnar rafmagnssnúrur geta gefið rafstraum. Það er hættulegt að fikta í innstungum. Tengd raftæki mega ekki vera nálægt vatni.

61 1. Hvaða raftæki notar þú mest? 2. Hvað er best að gera við biluð raftæki? 3. Hvers vegna er ekki gott að standa undir trjám í þrumuveðri? NÝ ORÐ • rafstraumur • raflost • innvortis Eldingar eru raforka sem birtist með miklum blossa. Þær sjást í eldgosum og þrumuveðrum. Í eldingaveðri er mikilvægt að koma sér í skjól. Ekki má standa undir trjám eða uppi á hól því eldingar leita alltaf stystu leið til jarðar. Þegar rafstraumur fer í gegnum líkamann fáum við raflost. Stundum sjást brunasár á húðinni. Rafbruni getur valdið innvortis meiðslum. Ef ekkert skjól er þarf að hnipra sig saman í lautu. Rafmagn fer alltaf stystu leiðina í gegnum líkamann.

62 Fallhættur Já, og mér finnst hann pínulítið skrítinn! Trausti, hefur þú heyrt um málsháttinn fall er fararheill? Hann kemur frá gömlum kóngi sem var á leið í stríð og datt af hestinum sínum. Í alvöru? Ég er búinn að falla um… snúrur… leikföng… og skólatöskur… Kóngurinn trúði því að það boðaði honum lukku í stríðinu fram undan. en það hefur bara boðað ó-lukku og ferðir á slysavarðstofuna!

63 1. Hvernig gengi Trausta að fara um skólastofuna ykkar eins og hún er núna? 2. Hefur einhver í bekknum dottið illa og meitt sig? Hvernig gerðist það? 3. Hvaða fleiri fallhættur leynast á heimilum? NÝ ORÐ • málsháttur • hrakfalla- bálkur • umgengni Sumir eru meiri hrakfallabálkar en aðrir. Stundum slasast fólk vegna óheppni. En stundum má rekja óheppni til umgengni okkar og annarra. Við þurfum að gæta þess að heimili okkar séu örugg fyrir allt heimilisfólk og gesti, sérstaklega ung börn og eldra fólk. Á hvaða myndum hefur orðið slys og hvar er enn hægt að koma í veg fyrir það? Hér er hætta á ferðum!

Nauðsynlegt vatn Í gamla daga var ekkert rennandi vatn á heimilum. Fólk bar vatnið heim úr bæjarlæknum. Sumt fólk safnaði regnvatni eða sótti vatn í helli. Annað fólk hafði brunn. Í dag höfum við vatnsveitu sem leiðir vatn inn í húsin. Nú þarf bara að skrúfa frá krana. 64 Heita vatnið er merkt með rauðu. Fara þarf varlega í kringum það. Sérstaklega í baði og sturtu. Kalda vatnið er hollt og svalandi. Það er merkt með bláum lit. Vatnið er auðlind sem þarf að fara sparlega með. Vatn er öllum lífverum nauðsynlegt en við þurfum líka að umgangast það varlega. Í gamla daga voru ekki þvottavélar, kranar eða vatnssalerni á heimilum Íslendinga.

65 NÝ ORÐ • bæjarlækur • brunnur • lífvera 1. Hvert sótti fólk drykkjarvatn í gamla daga? 2. Hvernig nýtist heitt og kalt vatn? 3. Hvers vegna ætti aldrei að fikta í blöndunartækjum í baði eða sturtu? Hættulegt vatn Hvað gæti gerst í þessum aðstæðum? Hvernig má fyrirbyggja svona slys? Hvað getur gerst ef heitir pottar eru skildir eftir opnir? Hvers vegna má ekki líta af litlum börnum í baði? Til hvers eru blöndunartæki? Hvers vegna er hættulegt að sofna í baði?

66 Hvað er til ráða? Brunavarnir Stundum kviknar í út frá logandi kerti eða biluðu raftæki. Logandi kerti mega ekki vera í gluggum eða bókaskápum. Auðveldlega getur kviknað í gluggatjöldum og efri hillum. Gott er að eiga reykskynjara. Hann skynjar reyk og gefur frá sér hátt hljóðmerki. Hleðslutæki geta valdið íkveikju og einnig pottar sem gleymast á heitri eldavélarhellu. Ef kviknar í potti má slökkva eldinn með eldvarnarteppi. Þau þarf að geyma í eldhúsinu. Slökkvitæki eru til í mörgum stærðum og gerðum. Það er gott að eiga slökkvitæki á öllum heimilum. NÝ ORÐ • íkveikja • skynja • hljóðmerki

67 Verkefni og umræður Fróðný er að rannsaka hversu öruggt heimili hennar er. Hún fer eftir gátlista sem grúskararnir bjuggu til. Hvernig er staðan heima hjá ykkur? Skoðið gátlista Grúskfélagsins í kennsluleiðbeiningunum og merkið við það sem þarf að laga. Líf, Sofia og Trausti eru að æfa rétt viðbrögð ef kviknar í fötunum þeirra. Prófið þið líka! stoppa Ekki hlaupa um því það magnar upp eldinn. legg jast Leggstu niður og haltu fyrir andlitið. velta Veltu þér í hringi til að slökkva eldinn. Artie var mjög hrifinn af rýmingaráætlun sem Mínerva sýndi þeim. Hann teiknaði flóttaleið fyrir fjölskyldu sína til að nota ef kviknar í heima hjá honum. Teiknaðu grunnmynd af þínu heimili og settu inn flóttaleiðir.

68 LANDNÁM ÍSLANDS Í þessum kafla ætlum við að: ● fræðast um landnám Íslands ● kynnast nokkrum landnámsmönnum og landnámskonum ● skyggnast inn í daglegt líf landnámsfólks

69 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● skapa okkar eigin eyju ● búa til skjöld

70 Víkingaöld Víkingaöldin hófst um árið 800. Það er langt síðan. Þá bjó margt fólk á Norðurlöndunum. Fólkið sem átti stór og góð skip notaði þau oft til að sigla til annarra landa. Norrænt fólk heimsótti ný lönd og verslaði við íbúana þar. Það ákvað jafnvel að búa í þessum löndum. Sumir gerðust víkingar og rændu bæði fólki og eigum þess. Teikning 2 af kn flytja fólk, muni o Afríka ATLANTSHAF MIÐJARÐARHAF Danmörk Þýskaland Frakkland Spánn Bretland Írland Grænland Nýfundnaland Bandaríkin Kanada Finnland Svíþjóð Noregur Það þurfti hugrekki til að sigla yfir hafið á ókunnar slóðir.

71 1. Hvað þurfti fólk að taka með sér til Íslands? 2. Af hverju ætli landið okkar hafi fengið nafnið Ísland? 3. Hvaða fólk ferðast á milli landa í dag í leit að betra lífi? NÝ ORÐ • víkingaöld • Norðurlönd • víkingur Fólkið á Norðurlöndunum frétti af mannlausri eyju langt vestur í hafi þar sem var nóg pláss fyrir búskap. Um árið 870 ákvað lítill hópur að yfirgefa gamla landið sitt og hefja nýtt og betra líf á þessari eyju. Eyjan fékk nafnið Ísland. Fólkið sem ferðaðist fyrst til Íslands köllum við landnámsfólk. nerri í Noregi. Verið er að og dýr um borð.

72 Landnám Til Íslands kom margt landnámsfólk frá Evrópu. Flest var það ættað frá Norðurlöndunum og Bretlandseyjum. Stéttaskipting var mikil á víkingaöld. Bændurnir áttu skipin sem fluttu fólkið, húsdýrin og alla hlutina sem þurfti til að byrja nýtt líf í nýju landi. Vinnufólkið kom með bændunum. Það átti ekki mikið. Vinnufólkið bjó hjá húsbændum sínum eða leigði land af þeim. goðar vinnufólk bændur þrælar

73 1. Hvernig væri líf þitt ef þú hefðir fæðst sem þræll eða ambátt á víkingaöld? 2. Hvað myndir þú taka með ef þú værir að flytja til annars lands? 3. Hvað þarf fólk sem flytur á milli landa að læra um nýja staðinn? NÝ ORÐ • stéttaskipting • þrældómur • komast af Á víkingaöld mátti fólk kaupa annað fólk og eiga það. Fólkið sem var hneppt í þrældóm kallaðist þrælar og ambáttir. Það þurfti að hlýða og þjóna eigendum sínum. Bændur, vinnufólk og þrælar unnu saman í nýja landinu. Allir urðu að vinna mikið til að komast af. Víkingar rændu fólki og seldu það. Þrælar vissu ekki hver myndi kaupa þá eða hvert þeir myndu flytja. Já, en ég er Melkorka! Ég er írsk konungsdóttir!

74 Landnámsfólk Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir eru oft kölluð fyrsta landnámsfólk Íslands. Ingólfur kastaði öndvegissúlum sínum fyrir borð og ákvað að búa þar sem þær ræki á land. Þau námu land í Reykjavík. Auður djúpúðga var ekkja sem kom frá víkingabyggðum á Bretlandseyjum og nam land í Dölum. Hún gaf nokkrum af vinnumönnum sínum og þrælum bæði lönd og frelsi. Thor! Vissir þú að Ingólfur og Hallveig voru norsk eins og þú? Kannski ertu skyldur þeim! Þegar Auður bjó á Írlandi var hún drottning. Á Íslandi var hún valdamikil og rík.

75 1. Hvað þýðir að nema land? 2. Hvað gætu viðurnefni landnámsfólksins þýtt? 3. Ef Ísland væri eyðieyja í dag, hvar myndir þú vilja nema land? NÝ ORÐ • öndvegis- súla • ekkja • að vega Ásgerður Asksdóttir sigldi til Íslands ásamt börnum sínum og hálfbróður. Maðurinn hennar, Ófeigur, var veginn áður en þau lögðu af stað. Hún ákvað þá að stýra förinni sjálf. Þórunn hyrna fæddist í Noregi en Helgi magri á Írlandi. Hann var kristinnar trúar en hét stundum á þrumuguðinn Þór. Þau hjónin námu land í Eyjafirði. Landnámið var stórt og gáfu þau mörgum ættingjum sínum jarðir. Vorið eftir að Þórunn og Helgi námu land eignuðust þau dótturina Þorbjörgu hólmasól. Ásgerður nam land undir Eyjafjöllum á Suðurlandi. Hér verður gott að búa.

76 Líf í nýju landi Fyrsta sumarið í nýja landinu var áreiðanlega bæði spennandi og erfitt. Fyrst þurfti að velja svæði til að búa á og svo að byggja skála. Næst þurfti að ryðja skóg svo húsdýrin fengju svæði til að bíta gras. Trén voru notuð sem eldiviður og byggingarefni. Einnig var mikilvægt að heyja fyrir veturinn. Landnámsfólkið þurfti að hjálpast að og börnin unnu með þeim fullorðnu.

77 1. Hvernig byggingarefni notaði landnámsfólk í húsin sín? 2. Hvers vegna var mikilvægt að heyja fyrir veturinn? 3. Hvað var gert á Alþingi … a) á landnámsöld? b) í dag? NÝ ORÐ • ryðja • bænda- samfélag • lög Á Íslandi myndaðist bændasamfélag. Flestir stunduðu búskap. Sumir bændur voru ríkari og voldugri en aðrir. Þeir kölluðust goðar. Árið 930 var Alþingi stofnað á Þingvöllum. Allir goðar landsins fóru á Alþingi og tóku marga bændur með sér. Á Þingvöllum voru sett lög og dæmt í ágreiningsmálum. Þar var líka verslað og sagðar fréttir.

78 Fatnaður Fatnaður var oftast ofinn úr ull. Skór voru úr skinni. Konur gengu í síðum kyrtlum og höfðu svuntu yfir. Efnaðar konur festu stundum skikkju við axlir eða brjóst með tveimur kúptum nælum. Karlar klæddust buxum, síðri skyrtu og báru oft skikkju. Bæði kynin skreyttu sig með litríkum perlum. Fatnaður landnámsfólks var kynbundinn. Börn klæddust eins og foreldrar af sama kyni.

79 1. Hvers vegna gengu konur og karlar ekki í eins fötum? 2. Hvernig ætli landnámsbörnin hafi leikið sér? 3. Af hverju fannst fólki gaman að fá gesti? NÝ ORÐ • kúpt • knattleikur • hnefatafl Tómstundir Sum landnámsbörn áttu útskorin dýr úr tré eða beini. Þau léku sér líka með steina, skeljar og fleiri hluti úr náttúrunni. Fullorðna fólkið vildi líka leika sér. Það stundaði íþróttir eins og knattleik og skylmingar. Það spilaði á hljóðfæri, kvað rímur og spilaði hnefatafl. Ef góða gesti bar að garði var þeim vel fagnað. Algengt var að börn á landnámstímum lékju sér með útskorin dýr úr tré eða beini. Hnefatafl var vinsælt borðspil á landnámsöld.

80 NÝ ORÐ • innyfli • súrsað • söl Matur Landnámsfólk borðaði fisk og kjöt. Helst nautaog lambakjöt en líka svína- og hrossakjöt. Innyfli dýra voru nýtt, til dæmis í slátur. Mjólkin var drukkin og notuð til að búa til mjólkurmat, eins og skyr og smjör. Matur sem þurfti að geyma lengi var ýmist þurrkaður, saltaður eða súrsaður. Kornrækt var stunduð. Kornið var notað í brauð og graut. Fólk tíndi einnig egg, fjallagrös, ber og söl. Fiskur var þurrkaður úti á trönum. Hvað kallast hversdagsmaturinn á myndinni í dag?

81 Sofiu langar að verða landkönnuður og finna ný lönd en hún er hrædd um að það sé búið að kortleggja allan heiminn. Artie sagði henni að búa bara til sitt eigið land. Sofiu leist vel á það. Hún teiknaði og litaði eyju sem hefur allt sem landnemar þarfnast. Prófaðu líka! Saga er heilluð af því hvað víkingar voru listrænir. Þeir skreyttu allt, meira að segja vopnin sín. Hún ákvað að búa til skjöld úr bylgjupappa. Hún málaði flott mynstur á skjöldinn og festi lykkju innan á hann til að halda í. Skoðaðu myndir af víkingaskjöldum á netinu og búðu til þinn eigin skjöld. Thor finnst merkilegt að mörg nöfn landnámsfólks eru enn notuð í dag. Hann ræddi þetta við Mínervu sem hvatti börnin til að leita að víkinganöfnum á netinu. Þau bjuggu svo til stórt orðasafn og hengdu upp á vegg. Hjálpið þeim að finna fleiri nöfn. Verkefni og umræður

82 TRÚ LANDNÁMSFÓLKS Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um norræna goðafræði ● kynnast goðum, jötnum og valkyrjum ● skoða trúarathafnir ásatrúarfólks

83 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● hanna brú úr pappír ● skapa listaverk úr pappírsafgöngum

84 NÝ ORÐ • heiðni • heiðarleiki • örlög Heiðin trú Flest landnámsfólk var heiðið. Það trúði á goð en einnig á vætti, jötna, dverga og fleiri máttugar verur. Trúarbrögð sem hafa mörg goð og gyðjur kallast fjölgyðistrú. Virðing, ábyrgð og heiðarleiki eru mikilvæg í huga ásatrúarfólks. Fólk leggur áherslu á að lifa í sátt við sjálft sig og náttúruna. Helgiathafnir ásatrúarfólks eru oftast haldnar úti í náttúrunni.

85 Heimsmyndin Í norrænni goðafræði eru margir ólíkir heimar. Í miðjunni er tréð Askur Yggdrasils sem tengir þá saman. Goðin búa í Ásgarði. Þar er Valhöll og þangað fara hetjur sem deyja í bardaga. Aðrir fara til Heljar í Niflheimum. Mannfólkið býr svo í Miðgarði og jötnar í Jötunheimum. Bifröst heitir brúin sem liggur á milli Ásgarðs og Miðgarðs. Hún birtist okkur sem regnbogi. 1. Hvers vegna er heiðarleiki góður eiginleiki? 2. Skapanornirnar hétu Urður, Verðandi og Skuld. Hvað er átt við með að þær hafi ákveðið örlög fólks? 3. Hvort ætli hafi verið betra að enda í Valhöll eða Niflheimum? Í Ásgarði er Urðarbrunnur og þar búa skapanornir sem ákveða örlög mannkyns.

86 Sköpunarsagan Heiðið fólk trúði því að fyrsta lífveran hafi orðið til þegar hiti og kuldi náðu að blandast saman í Ginnungagapi. Þá myndaðist jötunninn Ýmir. Kýrin Auðhumla spratt líka fram og gaf Ými mjólk úr spenum sínum. Hún leysti Búra, forföður ása, sem sat fastur í saltsteini. Æsir og jötnar hafa alltaf tekist á. Óðinn er æðstur ása. Hann og bræður hans drápu Ými og gerðu úr honum heiminn. Vá, spennandi! Ég finn mjög skrítna ryklykt, hvað er þessi bók eiginlega gömul? Ég fann þessa eldgömlu bók á bókasafninu. Hún fjallar um hvernig heimur ásatrúar var skapaður. Í norrænu goðafræðinni segir frá því þegar Óðinn og bræður hans fundu tvo rekaviðardrumba á ströndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=