HALLÓ HEIMUR 2

92 Fólk hélt blót til heiðurs goðunum og færði þeim fórnir, til dæmis mat. Á mikilvægum stundum var hestum eða nautum slátrað. Blóðinu var safnað í hlautbolla sem færður var goðunum. Það kallast að heita á goðin. Í veikindum þótti gagnlegt að heita á lækningagyðjuna Eir Trúariðkun Í stríði var gott að heita á hernaðargoðið Tý. Dáið fólk var lagt í kuml. Ríkt fólk var heygt með ýmsum munum, gersemum og jafnvel dýrum. Hvaða mikilvægu eigur vildi þessi höfðingi taka með sér til Valhallar? Hér hvílir höfðinginn Skallagrímur í samnefndum haug í Borgarnesi. Fundist hafa hlautbollar úr steini frá tímum landnámsfólks.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=