HALLÓ HEIMUR 2

7 NÝ ORÐ • aðlagast • auðlind • sóa 1. Eyðimörk er mjög þurrt landsvæði. Hvernig dýr lifa þar? 2. Nefndu dýr sem lifa í vatni. 3. Hvað er fiskeldi? Fólk drekkur ekki bara vatnið heldur nýtir það á ýmsan hátt. Við tölum um nytjavatn þegar það er nýtt til drykkjar, í garðyrkju, til hitunar húsnæðis eða í fiskeldi. Vatnið er dýrmætt. Það er auðlind allra jarðarbúa. Gætum þess að sóa því ekki og höldum því eins hreinu og við getum. Öll dýr þurfa aðgang að hreinu vatni. Afi, vissir þú að úlfaldar geyma vatnsbirgðir í sekkjum í líkamanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=