HALLÓ HEIMUR 2

24 Við höfum lært að nýta loftið á margan hátt. Til dæmis hannað vindmyllur sem breyta vindi í rafmagn. Við höfum líka framleitt viftur sem nota rafmagn til að búa til vindkælingu. Við notum vindinn og loftið til að stunda áhugamál eins og fallhlífarstökk og svifflug. Vindur og orka Sumum finnst gaman að svífa um í loftbelg á meðan öðrum þykir skemmtilegra að leika sér með flugdreka. Veistu hvað vindhani er? Já, hani sem leysir mikinn vind. Er þessi vindhani þá heimskur? Nei, Trausti! Hann er úr málmi og festur á húsþak til að sýna í hvaða átt vindurinn blæs. Eins og hátt hreykir heimskur sér. Nei, en hér er vísbending. Hann er oft hátt uppi …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=