HALLÓ HEIMUR 2

79 1. Hvers vegna gengu konur og karlar ekki í eins fötum? 2. Hvernig ætli landnámsbörnin hafi leikið sér? 3. Af hverju fannst fólki gaman að fá gesti? NÝ ORÐ • kúpt • knattleikur • hnefatafl Tómstundir Sum landnámsbörn áttu útskorin dýr úr tré eða beini. Þau léku sér líka með steina, skeljar og fleiri hluti úr náttúrunni. Fullorðna fólkið vildi líka leika sér. Það stundaði íþróttir eins og knattleik og skylmingar. Það spilaði á hljóðfæri, kvað rímur og spilaði hnefatafl. Ef góða gesti bar að garði var þeim vel fagnað. Algengt var að börn á landnámstímum lékju sér með útskorin dýr úr tré eða beini. Hnefatafl var vinsælt borðspil á landnámsöld.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=