HALLÓ HEIMUR 2

G gagnrýni: finna kosti og galla á einhverju. garnagaul: hljóð sem myndast þegar garnirnar dragast saman og loft, sem er í þeim, hreyfist til. gersemi: dýrmætur gripur sem skiptir miklu máli fyrir eiganda hans. Ginnungagap: tómarúmið sem var áður en heimurinn myndaðist. greni: bæli sumra villtra dýra, t.d. refs. H hafís: ísbreiða sem flýtur á hafinu, flokkast í rekís og lagnaðarís. hagstætt: eitthvað sem hentar vel, er gott fyrir viðkomandi. hamskipti: að geta breytt sér í aðra lifandi veru, t.d. dýr. heiðarleiki: þegar fólk gerir það sem það segist ætla að gera, efnir loforð sín. heiðni: aðhyllast hin fornu norrænu trúarbrögð. heimsálfa: stór, samfelldur hluti af þurrlendi. Eitt af sex meginlandsvæðum Jarðar. heita á: áheit, að lofa guðunum einhverju gegn því að fá vernd þeirra. hiksti: krampi í þind sem veldur snöggri innöndun. Raddbönd lokast líka og mynda hljóðið sem fylgir hikstanum. hitaveita: fyrirtæki sem sér um búnað, kerfi og leiðslur til að hita híbýli fólks með heitu vatni úr jörðu. híbýli: húsnæði sem fólk býr í, ólíkt atvinnuhúsnæði. hjörð: hópur dýra sem heldur sig saman. 125 hljóðbylgja: titringur í lofti eða öðru efni sem berst frá hljóðgjafa. hljóðkútur: til að draga úr háværum útblæstri bifreiða fer hljóðið í gegnum kút, á leið sinni út, sem dempar lætin. hljóðmerki: merki sem lætur vita með hljóði, oft til að vara við. hnefatafl: borðspil með ljósum og dökkum leikmönnum sem eru færðir eftir reitum á spilaborði. hrakfallabálkur: manneskja sem lendir oft í óhöppum. hreistrað: hreistruð dýr hafa örþunnar beinflögur sem hylja húðina og mynda varnarlag. hringsóla: fara í hringi. hvalur: fjölbreyttur hópur sjávarspendýra sem kemur upp á yfirborðið til að anda. hverfill: vél með snúningshjólum sem rennandi vatn eða gufa snýr af miklu afli. Snúningurinn býr til orku sem breytt er í rafmagn. H-vítamín: hrós er stundum kallað H-vítamín því það veitir andlega vellíðan. I inflúensa: algengur veirusjúkdómur sem gengur í faröldrum yfir ákveðið tímabil. innvortis: inni í líkamanum. innyfli: innri líffæri, t.d. hjarta og lifur. Í í leyni: falið fyrir öðrum. íhuga: hugsa um eitthvað, bræða með sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=