HALLÓ HEIMUR 2

58 Skaðleg efni Á heimilum eru margs konar efni. Við notum þau til að elda, þrífa og laga hluti. Mörg efni eru hættuleg. Sum eru eitruð. Þess vegna eru merkingar á umbúðum sem vara okkur við þeim. Stundum verða efnaslys. Þá þarf að láta fullorðna vita og hringja í 112. Fólk sem slasast þarf að komast strax á sjúkrahús. Aðvörunarmerki á umbúðum Efni sem veldur brunasárum og skaðar húð og augu. Eitrað efni sem er lífshættulegt að snerta. Efni sem skaðar umhverfið. Hættuleg efni má aldrei geyma þar sem börn ná til.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=